is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/205

Titill: 
 • Ég þarfnast framtíðar : upplifun kvenna af mansali og afleiðingar þess á líkamlega, sálræna og félagslega líðan þeirra
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna upplifun kvenna sem lent hafa í mansali, hér í formi vændis og hvaða afleiðingar það hefði á líkamlega, sálræna og félagslega líðan þeirra. En samkvæmt skilgreiningu Sameinuðu þjóðanna, sem gerð var árið 2000, telst mansal vera misnotkun annarra til vændis eða annarrar tegundar kynferðislegrar misnotkunar, nauðungar og þrælkunarvinnu ásamt brottnámi líffæra.
  Við heimildaleit fann rannsakandi enga rannsókn gerða af hjúkrunarfræðingum um mansal og fáar gerðar af öðrum heilbrigðisstéttum. Rannsakandi fann þó fjöldann allan af greinum, skýrslum og rannsóknum aðallega út frá pólitísku og lagalegu sjónarmiði og hvernig koma skuli í veg fyrir mansal.
  Notaður var Vancouver skólinn í fyrirbærafræði sem rannsóknaraðferð. Við þessa rannsóknaraðferð er notuð eigindleg nálgun. Í þessu tilfelli var um tilfellarannsókn að ræða, þar sem aðeins einn viðmælandi fékkst í rannsóknina, kona sem lent hafði í mansali. Viðtalið var síðan vélritað upp orðrétt og skoðað gaumgæfilega. Við úrvinnslu gagna var sett fram greiningarlíkan, þar sem yfirþemað voru orð meðrannsakanda “Ég þarfnast framtíðar”, sem er jafnframt titill rannsóknarinnar. Undir yfirþemað voru greind þrjú meginþemu: Fyrir mansal, í mansali og eftir mansal – á leið úr vændi. Meginþemun voru síðan greind niður í alls ellefu undirþemu.
  Mjög víða samræmdust niðurstöður rannsóknarinnar, því fræðilega efni sem rannsakandi hafði kynnt sér. Heildarniðurstöður rannsakanda voru þær að, konur sem lent höfðu í mansali í formi vændis væru mjög illa staddar líkamlega, sálrænt og félagslega og þurfi langtímameðferð og endurhæfingu, útfrá heildrænu sjónarmiði.

Samþykkt: 
 • 1.1.2004
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/205


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
mansal.pdf445.27 kBOpinnÉg þarfnast framtíðar - heildPDFSkoða/Opna