Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/20507
Í vörumerkjarétti felst að eigandi vörumerkis getur meinað öðrum að nota tákn sem eru eins eða lík vörumerki hans ef notkun þeirra tekur til eins eða svipaðrar vöru eða þjónustu og vörumerkjarétturinn nær til, og ef hætta er á ruglingi milli merkjanna. Aukin vernd er síðan veitt vörumerkjum sem eru vel þekkt. Ekki er alltaf ljóst hvort notkun þriðja aðila á skráðu vörumerki brýtur í bága við rétt eiganda þess og þurfa ákveðin skilyrði að vera uppfyllt svo að um ólögmæta notkun sé að ræða. Viðfangsefni þessarar ritgerðar er að skoða skilin milli ólögmætrar og lögmætrar notkunar þriðja aðila á skráðu vörumerki eins og þau afmarkast af samkeppnisréttarlegum sjónarmiðum. Í upphafi ritgerðarinnar er farið yfir stöðu og hlutverk vörumerkjaréttar, litið til lagaumhverfis og réttarheimilda ásamt því að gerð er grein fyrir helstu grunnreglum vörumerkjaréttar er varða viðfangsefnið. Því næst er ítarlega fjallað um þau skilyrði sem uppfylla þarf svo að um ólögmæta notkun þriðja aðila á skráðu vörumerki er að ræða og er dómaframkvæmd Evrópudómstólsins einkum höfð til hliðsjónar. Þá er farið yfir helstu svið þar sem reynir á samkeppnisleg sjónarmið við ákvörðun um ólögmæta notkun þriðja aðila á skráðu vörumerki og kannað að hvaða leyti samkeppnisrétturinn takmarkar vörumerkjaréttinn þegar vörumerki eru notuð þegar seldir eru vara- og aukahlutir, í samanburðarauglýsingum og þegar vörumerki eru notuð sem leitarorð á netinu. Athugun höfundar leiddi í ljós að einkaréttur vörumerkjaeiganda er verulega takmarkaður í þessum tilvikum og liggja samkeppnislegar ástæður að baki takmörkuninni. Eiganda vörumerkis er gert að þola notkun þriðja aðila á vörumerki sínu og þá einkum þegar vörumerki eru vel þekkt. Sú niðurstaða er athyglisverð með hliðsjón af þeirri auknu vernd sem vel þekktum merkjum er veitt undir venjulegum kringumstæðum.
The proprietor of a trade mark has exclusive rights and is entitled to prevent all third parties from using any sign which is identical or similar to the trade mark if the use is in relation to goods or services which are identical or similar with those for which the trade mark is registered and there exists a likelihood of confusion on the part of the public. In order to establish infringement certain conditions have to be fulfilled. The subject of this thesis is to look into how third party infringement is determined from a competition point of view. Firstly, the thesis reviews the structure and purpose of trade mark rights, the regulatory environment and the fundamental rules of trade mark law regarding the subject. Secondly, it discusses in detail the conditions that have to be fulfilled in order to establish infringement and the case law of the European Court of Justice taken into consideration. Thirdly, the thesis discusses how competition rights limit trade mark rights, namely when trade marks are used when selling spare parts and accessories and in comparative and keyword advertising. The research revealed that the rights conferred by a trade mark are substantially decreased on competition grounds in these cases. The proprietor of a trade mark can be obliged to tolerate third party use of its trade mark and especially when the trade mark is well known. That conclusion is interesting considering the extended protection that well known marks normally possess.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
ML ritgerð_BerglindKjartans.pdf | 484,93 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |