is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > MEd/MPM/MSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþróttafræðideild -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20508

Titill: 
  • Léttlestakerfi og almenningssamgöngumiðað skipulag á höfuðborgarsvæðinu
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Aukinn þungi umferðar á höfuðborgarsvæðinu, sem rekja má til stöðugrar aukningar í bílaeign almennings og vaxtar borgarinnar útávið (e. sprawl) sem og minni byggðarþéttleika, hefur vakið upp spurningar um það hvort tímabært sé að huga að öðrum valkostum s.s. að draga úr vexti borgarinnar eða koma á samgönguleiðum á borð við léttlestakerfi eða hraðvagnakerfi strætó,með það að leiðarljósi að draga úr vægi einkabílsins og auka hlut almenningssamgangna. Til hliðsjónar verða skoðuð fræði almenningssamgöngumiðaðs skipulags TOD (e. Transit Oriented Development) og hugsanlegur ávinningur af innleiðingu þess metinn. Reykjavíkurborg lét kanna hagkvæmni léttlestakerfis árið 2004 og skýrsla sem unnin var í samráði við AEA Technology, var gefin út undir nafninu „Light Rail Pre-feasability study report“. Leiðarval í skýrslu AEA Technology verður notað til hliðsjónar við úrlausn verkefnisins.
    Meginmarkmið verkefnisins felast í því að greina áætlað leiðarval sem sett var fram í fyrrnefndri skýrslu. Greiningin felst í að hnita upp leiðarvalið í ArcGis 10 og skoða núverandi ástand umhverfis þá áætlun, út frá íbúðarþéttleika og starfaþéttni. Afmörkun svæðisins miðast við 400 m radíus og 800 m radíus helgunarsvæði frá stoppistöðvum eða sem samsvarar 5-10 mínútna göngufjarlægð. Niðurstöður úr greiningunni verða bornar saman við viðmið sem hafa verið sett fram í fræðum almenningssamgöngumiðaðs skipulags ásamt viðmiðum skynsams vaxtar ( e: Smart Growth ).
    Í ljós kom að Reykjavíkurborg uppfyllir ekki viðmið hvað varðar almenningssamgöngumiðað skipulag TOD né skynsams vaxtar (e. Smart Growth) varðandi íbúðarþéttleika umhverfis leiðakerfi LRT/BRT. Sum hverfi koma þó þokkalega út og ber þá helst að nefna gamla austurbæinn, gamla miðbæinn og höfnina, Holt, Tún og Norðurmýri. Við úttekt á starfaþéttni, kom í ljós að sú aðferðafræði sem notast var við, þ.e.a.s. að meta starfaþéttleika út frá fjölda starfa á hektara, gaf ekki nákvæma mynd. Upplýsingar um staðsetningu og skráning á störfum er ekki til staðar. Því var notast við töluleg gildi út frá fermetrafjölda atvinnuhúsnæðis

Samþykkt: 
  • 5.2.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20508


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Axel Överby lokaskjal.pdf3.64 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna