is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > MEd/MPM/MSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþróttafræðideild -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20509

Titill: 
 • Raunhæfni samgöngumiðaðs skipulags á höfuðborgarsvæðinu : þrjú tilvik
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Tillaga að nýju svæðisskipulagi fyrir höfuðborgarsvæðið, Höfuðborgarsvæðið 2040, byggir m.a. á markmiðum um hagkvæman vöxt höfuðborgarsvæðisins, skilvirkar samgöngur og nútímalegt samgöngukerfi. Jafnframt eru sett fram viðmið fyrir samgöngumiðuð þróunarsvæði sem byggja á kenningum um samgöngumiðað skipulag. Gundvallaratriði samgöngumiðaðs skipulags eru þéttir og blandaðir byggðakjarnar við öflugan almenningssamgönguás, áhersla á gönguvæna og blandaða byggð í umhverfi sem tekur tillit til mannlegs kvarða og einstaklinga þar sem boðið er upp á raunhæft val um ferðamáta.
  Markmið verkefnisins er að rannsaka, hvað þarf til þess að styðja við samgöngumiðað skipulag, ávinning af slíku skipulagi og hvort samgöngumiðað skipulag sé raunhæfur valkostur fyrir sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu. Notast var við tilvikarannsókn sem byggir á almennri rýni í hugmyndafræði um samgöngumiðað skipulag, ávinning þess og þróun landnotkunar og samgangna á höfuðborgarsvæðinu. Að lokum er sett fram tillaga að samgöngumiðuðum svæðum fyrir þrjú sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu.
  Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að til þess að ná markmiðum samgöngumiðaðs skipulags á höfuðborgarsvæðinu þarf m.a. að koma til skipulagning á samfelldum samgönguás og samvinna ólíkra hagsmunaaðila, þá sérstaklega samvinna sveitarfélaganna. Gerð sérstaks leiðbeiningabæklings gæti auðveldað sveitarfélögunum að tryggja að hugmyndafræðinni yrði fylgt eftir í framkvæmd á öllum stigum skipulagsvinnunnar. Ávinningur af samgöngumiðuðu skipulagi á höfuðborgarsvæðinu yrði verulegur. Má þar helst nefna ábyrgan vöxt höfuðborgarsvæðisins og fjölbreytt val um ferðamáta. Komið yrði til móts við fjölbreyttar þarfir mismunandi samfélagshópa bæði hvað varðar búsetuform og samgöngumáta og m.a. dregið úr samgöngukostnaði heimilanna. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu standa frammi fyrir raunhæfu vali um breyttar áherslur í skipulags- og samgöngumálum og sýnt er fram á möguleika þriggja þeirra til þess að fylgja eftir leiðarljósum Höfuðborgarsvæðisins 2040.
  Lykilorð: Samgöngumiðað skipulag, hágæðakerfi almenningssamgangna, samgönguás, samgöngumiðuð þróunarsvæði, höfuðborgarsvæðið.

 • Útdráttur er á ensku

  The general goal of a new proposal for a regional plan for the capital area, Höfuðborgarsvæðið 2040, is to focus on a responsible growth of the capital area, efficient transportation and a modern transportation system. Höfuðborgarsvæðið 2040 also puts forward various criteria for station area planning that is based on the principles of Transit-Oriented Development (TOD). The general principles of Transit-Oriented Development are compact urban forms close to public transit, zoning that promotes mixed use and walkable neighborhoods, urban form oriented towards the public domain, human dimension and multimodal transportation.
  The aim of this study is to examine, what is needed to support a successful TOD, its benefits and whether this approach in urban planning is realistic for the municipalities in the capital area. In order to do so a case study approach is used, based on a general view of the literature regarding TOD, the benefits and the development of land use and transportation in the capital area. Finally proposals for TOD areas are introduced for three municipalities in the capital area.
  The results show that in order for the municipalities to follow the principles of TOD, a broad cooperation is needed among various stakeholders, particularly between the municipalities in the capital area, especially in order to create a functional Transit-Oriented-Corridor. A special TOD guide for the municipalities could lead them through the development in all stages of the planning phase. The benefits of TOD planning in the capital area could be significant, such as reasonable growth of the capital area as well as the possibility of multimodal transportation that offers real choices of different transportation modes. TOD could also respond to the diverse needs of different community groups with regard to housing and transport as well as to lower transit and housing cost. The case studies show that the municipalities in the capital area have a real choice about different ways of urban- and transportation planning in order to fulfill the goals of the proposed new regional plan, Höfuðborgarsvæðið 2040.
  Key words: Transit-Oriented Development, public transit, Transit-Oriented Corridor, station area planning, the capital area.

Samþykkt: 
 • 5.2.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/20509


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Raunhæfni samgöngumiðaðs skipulags á höfuðborgarsvæðinu þrjú tilvik.pdf5.71 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna