is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > MEd/MPM/MSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþróttafræðideild -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20511

Titill: 
  • Öryggismenning íslenskra fyrirtækja í mannvirkjagerð : könnun á viðhorfi, tíðni og kostnaði vegna vinnuslysa
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í verkefni þessu er gerð úttekt á öryggismenningu og tíðni vinnuslysa og tengdum kostnaði við verklegar framkvæmdir.
    Byrjað var á að kanna viðhorf stjórnenda íslenskra verktakafyrirtækja til öryggismála, sem og hvernig framkvæmd og stjórnun öryggismála fer almennt fram. Alls tóku 48 fyrirtæki þátt í könnuninni af 225 sem fengu senda spurningalista, svarhlutfall var því 21%. Tíðni vinnuslysa sem ber að tilkynna til Vinnueftirlits ríkisins var könnuð yfir 12 ára tímabil og greining gerð á helstu orsökum vinnuslysa. Haft var samband við opinberar stofnanir og vátryggingafélög og óskað eftir gögnum um þann kostnað sem greiddur er vegna vinnuslysa.
    Niðurstöður sýna að viðhorf til öryggismála er almennt gott í stórum og meðalstórum verktakafyrirtækjum hér á landi. Erfiðara er að segja til um viðhorf lítilla og örfyrirtækja til öryggismála, vegna lítillar svörunar. Niðurstöðurnar gefa þó vísbendingar um að lítil og örfyrirtæki tilkynni síður vinnuslys sem og framkvæmdir áður en vinna hefst á byggingar-vinnustað og vinni síður eftir skipulagðri öryggisstefnu en stærri fyrirtæki.
    Árlega eru að meðaltali um og yfir 1600 vinnuslys tilkynnt til Vinnueftirlits ríkisins, þar af um 330 sem tengjast mannvirkjagerð. Fórnarlömb vinnuslysa við mannvirkjagerð hér á landi eru fyrst og fremst ófaglærðir karlkyns starfsmenn. Á hverju ári verða fjórir starfsmenn að meðaltali óvinnufærir og að meðaltali þrír til viðbótar sem hætta störfum þrátt fyrir að vera vinnufærir. Fjöldi banaslysa við vinnu í mannvirkjagerð hérlendis er einnig hlutfallslega mjög hár eða að meðaltali 7,62 banaslys á hverja hundrað þúsund starfandi, sem er talsvert hærra en á hinum Norðurlöndunum.
    Einu heildartölurnar um kostnað vegna vinnuslysa fengust frá Sjúkratryggingum Íslands. Tryggingastofnun ríkisins heldur enga skrá um þann kostnað sem stofnunin greiðir út vegna vinnuslysa og atvinnusjúkdóma. Vátryggingafélögin vildu ýmist ekki birta þær fjárhæðir sem greiddar eru út vegna vinnuslysa eða gáfu í skyn að gagnagrunnar gæfu ekki möguleika á að kalla fram slíkar upplýsingar. Kostnaður vegna vinnuslysa er því ekki auðfenginn. Miðað við reynslutölur frá nágrannalöndunum má áætla að árlegur beinn og óbeinn kostnaður vegna vinnuslysa og atvinnusjúkdóma sé allt að 3,8% af vergri landsframleiðslu og gæti því hafa numið allt að 68 milljörðum króna árið 2013 eða 46 milljónum króna á hvert vinnuslys.
    Í umræðum og niðurstöðum er bent á ýmsar aðgerðir við skráningu á slysum og kostnaði þeim tengdum sem gætu orðið til að gera umfang vandans skýrara og þar með aukið mikilvægi þess að vinnuveitendur sinni öryggismálum enn betur en gert er í dag.
    Lykilorð: Vinnuslys, atvinnusjúkdómar, viðhorf, kostnaður, mannvirkjagerð.

  • Útdráttur er á ensku

    This project will discuss the health and safety culture in Icelandic construction companies as well as investigating the frequency of work related accidents and the associated costs.
    A survey was undertaken to explore the attitude of Icelandic construction managers toward health and safety issues and how they are implemented and managed practice. A total of 48 companies out of 225 candidates participated in the survey, which gives a response rate of 21%. The frequency of occupational accidents reported to the Administration of Occupational Health and Safety in Iceland was analysed over a 12 year period. The cost incurred by public entities and insurance companies due to occupational accidents was examined.
    The main findings show that attitudes towards health and safety is generally good in large and medium sized Icelandic construction companies. It is more difficult to conclude on the attitude of small and micro-enterprises, due to low response rate. However, results indicate that small and micro-enterprises do not report occupational accidents or plans for project work before initiating activities at a new construction site, as diligently as the larger companies. Furthermore, the survey provides evidence that health and safety policies are generally not well implemented or managed by micro-enterprises.
    In average, about 1600 occupational accidents are reported to the Administration of Occupational Health and Safety every year and thereof about 330 in the construction industry. The subjects of occupational accidents in the construction industry are primarily unskilled male workers. Each year, an average of four employees become disabled and three additional retire despite being judged fit for work. Number of fatal accidents is also relatively high in the construction industry in Iceland, or on average 7,62 fatalities per hundred thousand employed, which is considerably higher than in the other Nordic countries.
    The only numbers available on the occupational accident related cost were provided by the Icelandic Health Insurance, which only covers a small part of the overall cost. The Social Insurance Administration does not categorize costs paid out for occupational accidents and diseases. The insurance companies either consider the compensations for occupational accidents to be too sensitive to publish or their accounting systems do not provide such information.
    In the discussion and conclusions, several improvements of the current accident registration and cost accounting systems are suggested that could make the monitoring of occupational accidents simpler and more complete. Which in turn should make the problems associated with occupational accidents clearer and increase the focus on health and safety related issues within the construction industry.
    Keywords: Occupational accidents, occupational diseases, attitude, cost, construction.

Samþykkt: 
  • 5.2.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20511


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni.pdf2.49 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna