is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Félagsvísindadeild > Lokaverkefni í félagsvísindadeild (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20535

Titill: 
  • Staðreyndir og gildi : íslensk þýðing á kaflanum Fact and value í bókinni Reason, truth, and history eftir Hilary Putnam
  • Titill er á ensku An icelandic translation of the chapter Fact and value in Hilary Putnam's "Reason, truth and history"
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Textinn sem hér fer á eftir er íslensk þýðing á kaflanum Fact and value í bók bandaríska heimspekingsins Hilary Putnams Reason, truth, and history sem fyrst kom út árið 1981. Í kaflanum fjallar Putnam um tvíhyggju staðreynda og gilda sem hann telur að eigi sér djúpar rætur í vestrænni heimspekisögu og hafi enn mikil áhrif á hugsunarhátt margra. Skýrt dæmi um tvíhyggju staðreynda og gilda er að finna í röksemdarfærslu skoska heimspekingsins Davids Hume, sem hélt því fram að ekki væri hægt að leiða skylduboð af staðreyndum. Röksemdarfærslan sem Putnam beitir felur í sér að færa rök fyrir því að greinarmunurinn á staðreyndum og gildum sé í besta falli mjög óljós vegna þess að sjálfar staðhæfingarnar, og hin vísindalega aðferð sem við reiðum okkur á til þess að skera úr um hvað sé og sé ekki staðreynd, byggi á gildum. Verjendur staðreynda-gilda tvískiptingarinnar játi að vísu að vísindi byggi að einhverju leyti á gildum, þau geri t.a.m. ráð fyrir því að við leitum sannleikans, en færi fyrir því rök að þau gildi séu ekki af siðferðislegum toga.

Samþykkt: 
  • 9.2.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20535


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
FannarGudmunds_BA_lokaverk (1).pdf903.52 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna

Athugsemd: Afritun er óheimil nema með leyfi höfundar.