is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Lagadeild > Lokaverkefni í lagadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/20537

Titill: 
  • Réttur til menntunar : samkvæmt 2. mgr. 76. gr. Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands nr. 33/1944
  • Titill er á ensku The right to education : according to 2. mgr. 76. gr. Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands nr. 33/1944
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í greinargerðinni verður greint frá réttinum til menntunar samkvæmt 2. mgr. 76. gr. Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands nr. 33/1944. Í upphafi verður farið yfir hugtakið menntun og hvað það felur í sér sem mannréttindi. Farið verður yfir jákvæð og neikvæð réttindi í sambandi við boð og bönn ríkisins. Jafnframt verður farið í þær lagagreinar sem beinast að rétti til menntunar t.a.m. 76. gr. stjórnarskrárinnar í heild sinni og jafnræðisreglu 65. gr. stjórnarskrárinnar. Alþjóðlegir mannréttindasáttmálar spila veiga mikið hlutverk í túlkun á mannréttindarákvæðum stjórnarskrárinnar, verður greint frá stöðu Íslands gagnvart þjóðréttarsamningum og einnig farið yfir sáttmálana sjálfa og þau ákvæði sem snúa að réttindum til menntunar. Að lokum verður farið í íslensk sérlög.
    Rétturinn til menntunar er mikill. Ríkjum er settur viss rammi með stjórnarskrárbundnum mannréttindarákvæðum og alþjóðlegum skuldbindingum, rétturinn er svo útfærður frekar í almennum lögum. Óheimilt er að skerða réttinn nema að ströngum skilyrðum uppfylltum. Aðildarríki að alþjóðlegu mannréttindasáttmálunum hafa skuldbundið sig að koma á viðunandi skilyrðum fyrir einstaklinga til að stunda sitt nám og vinna markvisst að þróun og endurbótum á skólakerfinu í heild sinni. Lögð er áhersla á að allir hljóti grunnmenntun og skal hún vera ókeypis, enda nauðsynleg leið til að fá öðrum mannréttindum framgengt. Æðri menntun á að vera opin öllum hafi viðkomandi hæfileika til að njóta hennar. Íslensku sérlögin eru útfærð með það í huga að standast alþjóðlegar kröfur og speglast ákvæði sáttmálanna í lögunum.

Samþykkt: 
  • 9.2.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20537


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hlynur_Freyr_Viggosson_BS.pdf597.05 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna

Athugsemd: Afritun er óheimil nema með leyfi höfundar.