is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Félagsvísindadeild > Lokaverkefni í félagsvísindadeild (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20539

Titill: 
  • Misskipting auðs : er hækkun lágmarkslauna skynsamleg leið til að vinna á misskiptingu?
  • Titill er á ensku Wealth inequality : Is raising the minimum wage a sensible way to battle wealth inequality?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Fjallað er um misskiptingu auðs, í sögulegu samhengi að litlu leyti og aðeins farið inn á Bandaríkin en svo nánar á Íslandi. Kuznets-Boginn er kynntur ásamt því að fara yfir verk Thomas Piketty um misskiptingu og þróun hennar. Skýrsla OECD er kynnt og er einnig farið inn á brauðmolahagfræði. Deilur Hannesar Hólmsteins og Stefáns Ólafssonar eru skoðaðar létt í tengslum við misskiptingu. Afleiðingar misskiptingar eru skoðaðar og er fjallað meðal annars um barnafátækt á Íslandi. Lágmarkslaun og saga þeirra verða skoðuð á Íslandi sem og í Bandaríkjunum. Vel er farið yfir fjölmargar tilraunir löggjafans á Íslandi til að festa þau í lög. Umræða í Bandaríkjunum og á Íslandi er skoðuð. Spurningalist var sendur á fjölmarga aðila, formenn þingflokka, formenn verkalýðsfélaga sem og fólks í forsvari samtaka sem koma að umræðunni um misskiptingu og lágmarkslaun.
    Helstu niðurstöður eru að lágmarkslaun eru of lág, þau duga ekki fyrir framfærslu á höfuðborgarsvæðinu nema fólk lifi við fátæktarmörk. Engin á lágmarkslaunum hefur efni á því að eignast barn. Því tel ég ljóst að lágmarkslaun þurfi að hækka og já, þau eru skynsamleg leið til þess að vinna gegn misskiptingu, meðal annara lausna.

Samþykkt: 
  • 9.2.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20539


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ivar Sigurbjornsson BA.pdf1.1 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna

Athugsemd: Afritun er óheimil nema með leyfi höfundar.