en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

Bifröst University > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/20545

Title: 
 • Title is in Icelandic Rafbílavæðing á Íslandi : kostir og gallar
 • The transition to electric cars in Iceland : pros and cons
Degree: 
 • Bachelor's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Þegar kemur að framtíðarorkugjöfum bílaflota landsmanna þá er annars vegar horft til rafbílavæðingar hans eða vetnisvæðingar. Báðir þessir orkukostir hafa þá kosti að vera mengunarlitlir, hægt væri að framleiða þá innanlands og þar með spara þjóðarbúinu íslenska töluverðar fjárhæðir. Vetnisbílar eru enn í fjarlægri framtíð en rafmagnsbílarnir hafa á síðustu árum risið úr öskustónni eftir að hafa lognast að mestu
  leyti út í byrjun 20. aldarinnar og komið nú fram sem kostur til móts við bíla knúna jarðefnaeldsneyti. Það er ljóst að bílaframleiðendur munu í auknum mæli framleiða rafmagnsbíla til að svara kröfum markaðarins sem og stjórnvalda um umhverfisvænni fararskjóta. Búast má við því að á næstu árum mun úrval rafmagnsbíla aukast töluvert frá því sem nú er en enn eru bílarnir á jaðri þess að vera raunhæfur kostur, í ljósi
  kostnaðar og langdrægni þeirra, til að koma í stað venjulega heimilisbílsins.
  Tilgangur þessarar ritgerðar er að kanna hversu hagkvæmir rafmagnsbílarnir eru í raun og veru, kosti þeirra og galla ásamt markaðssetningu þeirra. Í fyrsta sinn er nú er nú í boði sami bíll í rafmagns-, bensín- og díselútgáfu og er því hægt að gera beinan
  samanburð á þessum orkugjöfum á sömu forsendum og verður notast við módel sem byggt er á módeli FÍB um rekstrarkostnað bifreiða. Í ritgerðinni verður stiklað á stóru í rafbílasögunni, framtíð rafmagnsbílsins könnuð, reifaðir verða helstu samkeppnisaðilar þeirra, skoðaðar verða sviðsmyndir af uppbyggingu hleðslunets á landsvísu og gerðar verða SVÓT og söluráðagreiningar á rafmagnsbílum.
  Ritgerðin sýnir berlega að rafmagnsbílar eru ekki enn sem komið er raunhæfur kostur til að skipta algerlega út bílaflota landsmanna. Of margar tæknilegar hindranir eru enn til staðar til að víðtæk rafbílavæðing geti orðið að veruleika á næstu árum.
  Tímabundnar niðurgreiðslur hins opinbera í formi niðurfellingar virðisaukaskatts og vörugjalda er stórt jákvætt skref en án þeirra eru rafmagnsbílar ekki samkeppnishæfir í verði.
  Það er mat höfundar að rafmagnsbílar eru framtíðin og að rafmagnsbílum muni hægt og rólega fjölga í umferðinni. Í ljósi sérstöðu rafmagnsframleiðslu landsins þá er rafmagnsbílavæðing umhverfis- og efnahagslegt markmið sem ber að stefna að.

Accepted: 
 • Feb 9, 2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/20545


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
AgustBrynjarDanielsson_BS_lokaverk.pdf2.89 MBOpenHeildartextiPDFView/Open

Note: is Afritun er óheimil nema með leyfi höfundar.