en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

Bifröst University > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/20546

Title: 
 • Title is in Icelandic Mannauðsstjórnun á Íslandi eftir efnahagshrunið 2008: Hefur orðið breyting á viðfangsefnum mannauðsstjóra stórra fyrirtækja í kjölfar efnahagshrunsins?
 • Human resource management in Iceland after the economic collapse in 2008
Degree: 
 • Bachelor's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Engin keðja er sterkari en veikasti hlekkurinn segir máltækið.
  Mannauður er mikilvægur hlekkur í rekstri allra fyrirtækja. Fyrirtæki eiga að leggja áherslu á eflingu góðs mannauðs, halda starfsmönnum vel upplýstum og að hver starfsmaður fái tækifæri til að eflast og dafna í starfi. Þetta eru lykilþættir þess að fyrirtæki blómstri og styrkist.
  Undanfarna tvo áratugi hefur orðið víðtæk breyting á íslensku viðskiptalífi. Áhersla á starfsfólk innan fyrirtækja og vitneskja um mikilvægi þess sem auðlind hefur aukist til muna. Umhverfi fyrirtækja hefur tekið miklum breytingum með aukinni alþjóðavæðingu og opnara hagkerfi. Frá hruni hefur þrengt að mörgum fyrirtækjum fjárhagslega sem ef til vill gerir það að verkum að dregið hefur úr getu þeirra til að halda úti góðri endurmenntun, umbun og fleiri mikilvægum þáttum sem styrkja mannauðinn.
  Markmið þessarar rannsóknar er að meta hvort afleiðingar hrunsins hafi haft áhrif á starf mannauðsstjóra í stærri fyrirtækjum á Íslandi. Megin niðurstaða er fengin með eigindlegri rannsóknaraðferð, þar sem hálfopin viðtöl voru tekin við mannauðsstjóra ólíkra fyrirtækja. Við úrvinnslu viðtalanna kom í ljós ákveðin þemu sem síðar verður fjallað nánar um. Upplifun og tilfinning viðmælenda var svo tengd við fræðin. Rannsóknarspurningin er þessi:
  Hefur orðið breyting á viðfangsefnum mannauðsstjóra stórra fyrirtækja í kjölfar efnahagshrunsins?
  Niðurstaða rannsóknarinnar leiddi í ljós að miklar breytingar urðu í kjölfar efnahagshrunsins árið 2008, en undanfarin tvö ár hefur margt gengið til baka. Aðal breytingin í starfi mannauðsstjóra virðist vera að umfang starfsins hafi minnkað, hann er farinn að taka að sér fleiri verkefni og því minni tími til að sinna mannauðsmálum. Starfsumhverfi fyrirtækja hefur lagast og fyrirtæki sjá hag sinn í því að halda í gildi fyrirtækjanna auk þess að leggja áherslu á að stuðla að góðri fyrirtækjamenningu. Með því má segja að þó starfsmönnum hafi fækkað innan fyrirtækja er hugsað vel um hvern og einn, ná fyrirtækin þar af leiðandi fram aukinni ánægju starfsmanna sinna og jákvæðum starfsanda.

Accepted: 
 • Feb 9, 2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/20546


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
AnnaOlofKristjansdottir_BS_lokaverk.pdf1.09 MBOpenHeildartextiPDFView/Open

Note: is Afritun er óheimil nema með leyfi höfundar.