Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/20553
Lengi hefur verið talið að milliverðlagsreglur skattaréttar hafi skort skýrleika og valdi þar með réttaróöryggi. Við milliverðlagningu skal skattleggja verðmæti þar sem þau verða til. Séu milliverðlagsreglur ekki nægjanlega skýrar geta skatttekjur ríkis tapast eða jafnvel endað hjá öðru ríki ef viðskiptin áttu sér stað á alþjóða vettvangi. Milli tengdra aðila eru meiri líkur á óvenjulegum skiptum þar sem reynt er að koma fram skattahagræði.
Nýverið voru lögleidd á Íslandi milliverðlagsákvæði með lögum 142/2013 um breytingu á tekjuskattslögum 90/2003. Nú ber því skattyfirvöldum og dómstólum að líta til þessara nýju reglna sem byggjast á leiðbeinandi reglum OECD um milliverðlagningu. Hefur breyting þessi í för með sér að meira samræmi skapast á bæði innlendum og erlendum markaði sem stuðlar þar með að auknu jafnræði milli aðila í sambærilegum viðskiptum. Skoðaðar voru nýjar milliverðlagsreglur og þann tilgang sem þeim ber að hafa á viðskipti tengdra aðila. Með skýrari lagaákvæðum er réttaröryggi aðila aukið til muna þar sem gegnsæi milliverðlagningar eykst og er nú í samræmi við erlend lagaákvæði. Auðveldara verður þar með að ákvarða skattstofn er tengist milliverðlagningu fyrir tilstilli þeirra aðferða sem milliverðlagning byggist á.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Ragnheidur+Asta+Birgisdottir_BS_lokaverk.pdf | 685.3 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |
Athugsemd: Afritun er óheimil nema með leyfi höfundar.