is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Lagadeild > Meistaraverkefni í lagadeild (MA/ML) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20566

Titill: 
 • Hlutlæg ábyrgð sem grundvöllur skaðabótaábyrgðar : hvað réttlætir þá víðtæku ábyrgð sem reglan um hlutlæga ábyrgð kveður á um?
 • Liability without fault : What justifies the extensive liability that the rule of liability without fault provides?
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Eftirfarandi ritgerð er lokaverkefni til ML-gráðu í lögfræði við Háskólann á Bifröst. Í ritgerðinni er fjallað um regluna um hlutlæga ábyrgð og er markmið ritgerðarinnar að varpa ljósi á þau sjónarmið og þau rök sem réttlæta þá víðtæku ábyrgð sem reglan kveður á um.
  Til að byrja með er gerð grein fyrir tilgangi skaðabótareglna og þeim markmiðum sem skaðabótareglum er ætlað að ná. Því næst er gerð grein fyrir muninum á reglunni um hlutlæga ábyrgð og öðrum reglum sem geta átt við um grundvöll skaðabótaábyrgðar.
  Umfjöllunin sem snýr beint að reglunni um hlutlæga ábyrgð er svo skipt upp í tvo hluta. Í fyrri hluta umfjöllunarinnar er spjótunum beint að þeim hlutlægu ábyrgðarreglum sem hafa verið lögfestar á Íslandi. Hlutlægar ábyrgðarreglur hafa verið lögfestar á ýmsum sviðum og eru því sjónarmiðin og rökin fyrir þeim misjöfn en fyrst og fremst er það hættueiginleiki háttsemis sem ræður því hvort nauðsynlegt sé að kveða á um hlutlæga ábyrgð eða ekki. Umfjöllunin byggist að mestu á greinargerðum þeirra laga sem kveða á um hlutlæga ábyrgð en einnig á fræðiritum.
  Í síðari hluta umfjöllunarinnar er spjótunum beint að ólögfestum hlutlægum ábyrgðarreglum sem dómstólar hafa þurft að taka afstöðu til. Þar snýr umfjöllunin ekki einungis að því að kanna hvaða sjónarmið dómstólar líta til, heldur einnig hver afstaða dómstóla er til ólögfestra hlutlægra ábyrgðarreglna og hvort þær reglur séu yfir höfuð í gildi á Íslandi. Byggist umfjöllunin fyrst og fremst á reifun dóma en til að byrja með var afstaða dómstóla mjög á reiki að er virtist. Í dag virðast dómstólar á Íslandi hafa myndað sér skoðun um gildi þessara reglna en samkvæmt nýjustu dómum þar sem reynt hefur á reglurnar virðist sem að ekki séu í gildi reglur um ólögfesta hlutlæga ábyrgð.

Samþykkt: 
 • 10.2.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/20566


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sveinbjorn_Gudlaugsson_ML.pdf751.24 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna

Athugsemd: Óheimilt er að afrita verkefnið að hluta eða í heild án leyfis höfundar hverju sinni.