is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Félagsvísindadeild > Meistarverkefni í félagsvísindadeild (MA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20567

Titill: 
 • Ég á mig sjálf : stærri markaður, meiri vinna og minni tekjur í tónlistariðnaði nútímans
 • Titill er á ensku I Do-It-Yourself : A bigger market, more work and less pay in today’s New Music Industry
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Ég á mig sjálf er rannsóknarritgerð um sjálfstætt starfandi tónlistarfólk og áhrif breytinga á starfsumhverfi þeirra, útgáfumál, tækifæri og afkomu. Nútímatækni á borð við streymi og tónlistarveitur ásamt breytingum á neyslu almennings hefur haft mikil áhrif á útgáfumál og rekstrarafkomu tónlistarfólks sem enn sér ekki fyrir endann á og skapar óvissu þegar kemur að útgáfumálum og rekstrarafkomu.

  Leitast er við að svara spurningum á borð við hvernig tónlistarfólk upplifir þær breytingar sem fylgt hafa tónlistariðnaði nútímans og hvaða áhrif þær hafa haft á tækifæri og störf óháðra og sjálfstætt starfandi tónlistarmanna. Efni ritgerðarinnar er sett í samhengi við erlendar samtíma rannsóknir á breytingum og þróun tónlistariðnaðarins og áhrifa þeirra á tónlistarfólk. Menningarfræðileg umfjöllun um menningariðnaðinn, listina og viðhorf til nútímans er skoðuð og tengd við efnið og þær breytingar sem eru til umræðu. Markmið rannsóknarinnar er að varpa ljósi á viðhorf og sýn tónlistarfólks á ýmsa af þeim mikilvægu þáttum sem skapandi listamenn þurfa að fást við í tónlistariðnaði nútímans. Rætt var við íslenskt tónlistarfólk með mikla reynslu og þekkingu af tónlistargeiranum en leitast er við að svara eftirfarandi rannsóknarspurningu:
  Er samhljómur á viðhorfum og upplifun hjá sjálfstætt starfandi tónlistarfólki þegar litið er á áhrif hins nýja tónlistariðnaðar á listsköpun, útgáfumál, rekstrarfyrirkomulag eða nýtingu tækifæra?
  Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að upplifun tónlistarfólks á breyttum aðstæðum er á margan hátt svipuð og það leggur áherslu á líka þætti í starfi sínu. Minnkandi sala á geisladiskum er staða sem allir eru að upplifa á meðan streymi sækir stöðugt í sig veðrið. Tekjur fyrir streymi eru engan veginn að bæta upp það tekjutap sem minnkandi geisladiskasala hefur í för með sér en hópfjármögnun á nýjum útgáfum og aukning á sölu vínylplatna er ljós í myrkrinu. Helstu tekjur tónlistarfólks í dag koma frá tónleikahaldi og sölu ýmiskonar varnings á tónleikum en einnig geta stefgjöldin verið drjúg. Sú breyting hefur orðið á starfi tónlistarfólks að nú er ekki eingöngu farið í tónleikaferðir til að kynna nýjar plötur heldur til að afla tekna og vera í beinu sambandi við aðdáendur. Samfélagsmiðlar eru mikilvægir í tónlistariðnaði nútímans en aðdáendur bera hróður listafólks áfram og kynna fyrir nýju fólki. Sala á tónlist í kvikmyndir og auglýsingar er einnig mikilvægur tekjustofn en það krefst þekkingar og þolinmæði að sækja á þann markað. Samvinna og gott tengslanet er tónlistarfólki nauðsyn en meðal helstu samstarfsaðila sem þarf að hafa í sínum röðum má nefna umboðsmenn, kynningafulltrúa, tónlistarforleggja og tónleikabókara.
  Rannsakaðir eru þættir sem snerta störf tónlistafólks og reynt að greina áhrif og breytingar út frá lýsingum viðmælenda með tilliti til aukins aðgengis aðdáenda að streymisveitum og tónlist á netinu. Fjallað er um hverjir tekjustofnarnir eru í miðri stafrænu byltingunni og um samdrátt sölu tónlistar í áþreifanlegu formi sem verður ekki við snúið þrátt fyrir nokkra ljósa punkta eins og endurvakningu vínylplötunnar.
  Lykilorð: Tónlist, tónlistarfólk, tónlistariðnaður, rekstur, skipulag, sjálfstæðir, óháðir, útgáfumál, tónlistarveitur, plötur, streymi, stafræn tónlist, tónleikahald, nútíminn, tekjur, tækni, tækifæri, Ísland, internet, tónlistarfræði, menningarfræði, menningarstjórnun.

 • Útdráttur er á ensku

  The objective of this thesis is to focus on participants in the independent music scene in Iceland for answers regarding their experience of the New Music Industry and ask them how technological change, new opportunities, and consumer behaviours are affecting their work and livelihood. I will also study how these independent musicians are dealing with new opportunities when it comes to releasing new work, running their business, choosing to work with labels or self-managing their carriers in today’s modern technological environment.
  This study is based on interviews with five hand-picked musicians. The musicians interviewed are all experienced within the local music business through their work and are willing to share their knowledge. The aim of the paper is to look closely at how changes and new creative opportunities are affecting indie artists, their creative effort and the importance of working with others like managers, booking agents, record labels and publishers.
  The results of the analysis show us there is harmony in how musicians are experiencing change in today’s modern music industry. Decreasing sales of music CDs and downloads are the harsh reality for everyone as streaming has become the new way to enjoy and experience music for most fans. Revenue from streaming is not enough yet to make up the loss in sales and to support the costs of releasing albums, but crowdfunding and the vinyl revival is helping some artists to cut back their losses. The prime revenue stream today is coming from touring and it is growing fast. Playing live and selling merchandise like t-shirts, CDs, LPs and other memorabilia to fans is where there is money to be made.
  The biggest change is that bands now do not tour as before to promote new material, with the subsequent big costs and losses, although modern touring is just as important for income as to interact with fans, and make new ones. Social media has become significant to indie musicians as music, videos and information can now be disseminated online. The public and fans are the new intermediaries who can make and break the stars of tomorrow, while being connected across localities, states and countries. Nothing stays local for long with an army of devoted fans preaching the gospel to likeminded indie music fans across the world.
  In the declining CD market, additional income sources have become vital for established artists. More artists are now relying on music publishers and music supervisors to get their music into movies and advertisements as there is big money to be made from synchronization. Public performance royalties are also proving to be more valuable source of income for these artists today as live music becomes more and more popular. The importance of radio and television play should also not be forgotten.
  The research thesis tries to explain how modern change is affecting the lives and works of the interviewees, and the music industry seen through their eyes. How is streaming changing the game for them in the digital age? What are the positives of the business for independent musicians, and also the negatives? What is, and what is not, important in today’s modern music industry?
  Key words: Music, musicians, music industry, indie, streaming, digital music, live music, modern age, business models, technology, Iceland, Internet, musicology, cultural management.

Samþykkt: 
 • 10.2.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/20567


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Johann_Agust_Johannsson_MA.pdf612.59 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna