is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34196

Titill: 
  • Tengsl milli fjárhagstöðu foreldra og kvíða unglinga
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð er fræðileg heimildaritgerð. Gögnin sem voru notuð í þessari rannsókn eru hluti af alþjóðlegri mælingu á heilsu og lífskjörum skólabarna (e. Health and behaviour of school aged children (HBSC)) sem var framkvæmd árið 2018 og lögð fyrir nemendur 6., 8. og 10. bekkjar. Í þessari rannsókn eru skoðuð tengslin á milli fjárhags fjölskyldu og kvíða.
    Markmið ritgerðarinnar var að athuga hvort þeir unglingar sem búa við slæman fjárhag eru með meiri kvíða en jafnaldrar þeirra sem búa við betri kjör. Einnig var athugað hvort það mældist munur á milli kynja þegar spurt var um kvíða. Helstu niðurstöður úr þessari rannsókn leiddu í ljós að kvíði jókst með auknum aldri, stelpur mældust með meiri kvíða en strákar og þeir unglingar sem mátu fjárhag foreldra sinna slæman glímdu við meiri kvíða en aðrir unglingar á sama aldri.

Samþykkt: 
  • 26.6.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34196


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Tengsl milli fjárhagstöðu foreldra og kvíða unglinga.pdf1.17 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing Skemman .pdf198.65 kBLokaðurYfirlýsingPDF