is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26612

Titill: 
  • Það sem gott er og göfugt. Barnablaðið Æskan 1897-1941
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Barnablöð á Íslandi eiga sér alllanga sögu og komu fyrstu blöðin út í lok 19. aldar. Barnablaðið Æskan, sem gefið var út af Stórstúku Íslands er langlífasta barnablaðið á Íslandi og kom nær samfellt út 1897−2005. Hér er fjallað um Æskuna frá 1897 til 1941 og farið yfir áherslur einstakra ritstjóra á þessu tímabili hvað varðar efnisval þeirra og umfjöllun.
    Barnablöðin gegndu því hlutverki að siða og kenna börnum góð gildi og er Æskan þar engin undantekning. Í því sambandi má tala um siðfágun eða „dannelse“, sem er hugtak sem rekja má til upplýsingartímans. Hugmyndin um var sú að maður lagt eitthvað fram til eigin þróunar og sálarþroska með lestri blaða og bóka sem væru bæði til gagns og gamans, en það skipti máli hvað börnin lásu. Segja má að upplýsingartíminn hafi runnið inn í tilfinningasemi rómantíkurinnar í sögum fyrir börn og er þróunin sú í sögum Æskunnar; siðaboðskapurinn heldur áfram en afstaðan til barnsins er orðin tilfinningalegri og reynt er kalla á samúð lesandans með lítilmagnanum.
    Tímabilið sem fjallað er um hér er mikið umbrotatímabil í Íslandssögunni þar sem Ísland var að nútímavæðast og breytast úr sveitasamfélagi í iðnvætt þéttbýlissamfélag. Sjálfstæðisbaráttan var í fullum gangi og birtist það vel í barnablöðum frá þessum tíma. Þau áttu sinn þátt í því að móta íslenskt þjóðríki. Þeirra hlutverk var meðal annars að ala börnin upp og beina augum þeirra að því sem máli þótti skipta, að efla allt íslenskt, tungumálið, menninguna og þjóðarvitundina.
    Það er nokkuð mismunandi hversu mikla áherslu hver og einn ritstjóri á þessu tímabili leggur á siðaboðskapinn, bindindið, þjóðernisboðskapinn eða almenna skemmtun, en allir vilja þeir að börnin tileinki sér það sem gott er og göfugt.

  • Útdráttur er á ensku

    Children’s periodicals in Iceland have a long history and the first periodicals were published at the end of the 19th century. The children’s periodical Æskan (literally Youth) was published by the Icelandic branch of the abstinence organization International Order of Good Templars. Æskan was published with only minor interruptions from 1897−2005, and was the most enduring of the Icelandic children’s periodicals. The scope of this thesis is Æskan in the period 1897−1941, and the editorial policies of individual editors regarding coverage of different subjects.
    Children’s periodicals had the mission to civilize and teach children good values and Æskan is no exception. This mission can be related to the Enlightenment term ‘Bildung’. This refers to systematic self-cultivation by reading periodicals and books both for entertainment and education, and it was important what the children read. It can be said that the Enlightenment transitioned into the sentimentality of Romanticism in children’s tales, and this is the case in Æskan; the moralizing continues but the image of the child is more sentimental and it is attempted to awaken the reader’s sympathy with the underdog.
    The period which is discussed here is tumultuous in Icelandic history, as Iceland is modernized and changing from a primarily rural society into an industrialised urban society. The struggle for independence was at its height and that was reflected in the children’s periodicals of the time. They played their role in forming the Icelandic nation state. Their role included instructing children and focusing their attention on what was considered important: to strengthen Icelandic culture, the language and national awareness.
    Each editor of this period placed different emphasis on morality, abstinence, nationalism and general entertainment, but all of them wanted the children to embrace that which is good and noble.

Samþykkt: 
  • 16.1.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26612


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Það sem gott er LE.pdf1.25 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
laufey.pdf320.18 kBLokaðurYfirlýsingPDF