is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35692

Titill: 
  • Streita á tímum lífsbreytinga meðal háskólanema og stuðningur við heilsu þeirra og líðan-Fræðileg samantekt
  • Titill er á ensku Stress among university students during the life transitions and support them health and well-being-Literature review
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Bakgrunnur: Háskólanemar eru stór og fjölbreytilegur hópur innan samfélagsins sem gengst undir veigamikla lífsbreytingu meðan á háskólanámi þeirra stendur. Nemar eru misvel í stakk búnir til þess að takast á við þessar breytingar og aðlagast þeim. Á þessum tímum tileinka þeir sér aðlögunarleiðir sem eiga það til að viðhaldast til lengri tíma en það getur reynst erfitt að breyta þeim. Aðlögunarleiðir, sem notaðar eru, geta ýmist verið hjálplegar eða óhjálplegar til þess að takast á við streituvaldandi aðstæður og lífsbreytinguna sjálfa.
    Rannsóknarsnið: Fræðileg samantekt á megindlegum og eigindlegum rannsóknum frá árunum 2010–2020.
    Tilgangur: Að kanna hvernig háskólanemar takast á við streitu og lífsbreytinguna sem á sér stað í háskólanámi, hvaða áhrifum þeir verða fyrir og hvernig þeir aðlagast henni. Áhersla var lögð á að kanna hvaða þættir gætu stuðlað að heilbrigðu aðlögunarferli háskólanema til þess að hlúa að jákvæðri útkomu lífsbreytinga þeirra. Enn fremur er vonast til þess að varpað verði ljósi á þær margvíslegu áskoranir sem háskólanemar þurfa að takast á við og þau áhrif sem þær hafa, svo að hægt sé að bregðast við og efla heilsu þeirra og vellíðan.
    Aðferð: Leit fór fram í gagnagrunnum PubMed og Google Scholar. Farið var eftir leiðbeiningum frá Annals of Internal Medicine (AIM Journal, 2009) um gerð fræðilegrar samantektar ásamt því að styðjast við PRISMA-leiðbeiningarnar við uppsetningu leitarinnar. Alls stóðust tíu fræðigreinar inntökuskilyrði samantektarinnar. Gæðamat var framkvæmt á hverri rannsókn fyrir sig með því að flokka gæði þeirra fyrst niður í litakóða: grænn litur táknaði frábær gæði, gulur litur táknaði miðlungsgæði og rauður litur táknaði lítil gæði. Síðan voru gæði rannsóknanna metin frekar skv. matsskema frá Polit og Beck (2017) og þeim gefin stig á bilinu frá 0–10. Að lokum voru rannsóknirnar samþættar með orðræðu og með framsetningu í formi mynda.
    Niðurstöður: Tíu rannsóknir stóðust inntökuskilyrði. Úrtak þeirra var samtals 42.163. Vitað er að streita er algeng meðal háskólanema og er uppspretta hennarmargvísleg. Streituvaldar í lífi háskólanema eru meðal annars breytt félagsleg staða, meiri ábyrgð og aukin krafa frá bæði ytra og innra umhverfi nemans. Sýnt hefur verið fram á að langvarandi streita getur haft langvarandi afleiðingar fyrir bæði heilsu og líðan einstaklinga ef ekki er gripið til viðeigandi aðgerða. Fundir voru margir hvetjandi þættir til þess að stuðla að bættri heilsu nema og líðan með ýmsum aðgerðum. Helstu takmarkanir, sem fundust, voru meðal annars að rannsóknir voru ekki alltaf settar fram með skilmerkilegum hætti og stundum var stuðst við flókna aðferðarræði og tölfræði.
    Ályktanir: Mikilvægt er því að hlúa vel að heilsu og líðan háskólanema þar sem þeir eru stór hópur innan samfélagsins og starfskraftur framtíðarinnar. Auk þess er hægt að fyrirbyggja margvísleg heilsufarsvandamál meðal þeirra ef brugðist er rétt við og gripið til viðeigandi aðgerða, vitundarvakningar og fræðslu er varðar málefnið.
    Skortur er á rannsóknum um stöðu, líðan og bjargráð íslenskra háskólanema og því vettvangur fyrir framtíðarrannsóknir. Mikilvægt er að afla þekkingar á núverandi stöðu háskólanema til þess að geta brugðist við á viðeigandi hátt og til að stjórnendur og háskólayfirvöld geti gripið til raunhæfra aðgerða.
    Lykilorð: Háskólanemar, heilsa, líðan, aðlögunarleiðir, streita

  • Útdráttur er á ensku

    Background: University students are a large and diverse group of individuals in the community that undergoes a significant change in their life at universities. Students who are not well capable to deal with and adapt to these changes in their life, might therefore experience stressful life situations. During these times, students adapt and use their coping mechanisms to adjust to stressful events so they can maintain their emotional well-being. Students can use both positive and negative coping mechanisms to deal with stressful situations and life transitions.
    Design: Systematic review of quantitative and qualitative research.
    Purpose: The aim of this study is to explore how university students deal with stress and life changes when they are studying at universities. Further, how these transitional challenges can affect the students in their daily life as well as how they can adapt. We placed the emphasis on examining which factors could encourage healthy coping behaviour of university students in order to contribute towards positive effects of changes in their life. Furthermore, it is our hope to shed light on the many challenges that college students need to deal with and the effects of them.
    Method: A literature search was conducted in the „PubMed“and „Google Scholar“ database to locate relevant articles. We followed guidelines from „Annals of Internal Medicine (ACP Journal)“ for the preparation of the literature review as well as using a PRISMA flow chart to describe the selection of articles. The quality of individual studies was facilitated by using colour codes: green colour reflected good quality, yellow colour reflected acceptable quality and red colour several shortcomings in method and representation of results. Further, the articles were evaluated according to a quality assessment criteria by Polit and Beck (2017) given a score from 0–10. The results of each study were then integrated narratively and presented in a figure format.
    Results: The studies fulfilled the inclusion criteria with a total sample of 42,163. Stress is common among college students and they have different sources of stressors. University students are prone to stressors due to the transitional to university life. The stressors can be life stressors (changing social status) and stressors related to achievement in both academic and social environments. Several studies have shown that chronic stress can have serious effects on university students′ both physical and mental health if appropriate actions are not taken. Many studies found that positive coping strategies to help students improve their health and well-being. The main limitation in the studies was the complexity of the research as well as challenging statistics and methodology.
    Conclusion: Because university students are a large group in the community and will be the workers of the future, it is important to pay attention to their health and well-being status and offer appropriate health support. In addition, a number of health problems can actually be avoided if the right action is taken and if students are able to adapt by using healthy coping strategies. Also raising awareness and information and education given to university students should be of concern among university directors and administrators. More quantitative studies are needed and future studies need to pay attention to the status of Icelandic university students. It is important to know their current situation so that they can be informed of the resources available to help them regarding management of stressors.
    Keywords: University student, transition, health, coping strategies, stress

Samþykkt: 
  • 26.5.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/35692


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
FFF_25.5_MG_P_Lokaverkefni_BS_2020.pdf1.45 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
IMG_0639.pdf12.76 MBLokaðurYfirlýsingPDF