is Íslenska en English

Lokaverkefni (Diplóma bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34389

Titill: 
  • „Við þurfum að ganga á eftir fjölmiðlum“: Áhrif kvennaáratugsins á umfjöllun um íþróttakonur í völdum blöðum 1975 og 1985
Námsstig: 
  • Diplóma bakkalár
Útdráttur: 
  • Hlutur íþróttakvenna í fjölmiðlum hefur verið mun minni en karla í gegnum tíðina. Sjálf umfjöllunin hefur líka verið ólík en kynjuð umræða hefur verið ráðandi. Í þessari ritgerð verða greinar um íþróttakonur skoðaðar í Íþróttablaðinu og Skinfaxa árin 1975 og 1985. Einnig verða skoðaðar valdar vikur í bæði Morgunblaðinu og Vísi sem hafði breyst í Dagblaðið Vísi árið 1985. Árið 1975 er kvennaár Sameinuðu þjóðanna og árið 1985 lýkur kvennaáratug Sameinuðu þjóðanna. Reynt er að sjá hvort að kvennaáratugurinn hafi haft einhver áhrif á umfjöllun um íþróttakonur í blöðunum, hvort sem það er í fjölda greina eða hvort að orðræðan er ólík um íþróttakonur en karla. Munur á milli þessa ára liggur í að árið 1985 voru byrjaðar að heyrast gagnrýnisraddir á þennan mismun á umfjöllun á milli kynjanna. Konur voru farnar að veita því athygli bæði hvernig var talað um þær og hversu fáar greinar voru um íþróttakonur miðað við karla.

Samþykkt: 
  • 9.9.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34389


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni - fylgiskjal .jpg71.48 kBLokaðurYfirlýsingJPG
Þórdís Lilja Þórsdóttir.pdf727.6 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna