is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24626

Titill: 
  • Starf umboðsmannsins. Hvað einkennir góðan umboðsmann í knattspyrnu?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Miklar framfarir hafa átt sér stað í íslenskri knattspyrnu á 21.öldinni. Landslið Íslands bæði í karla- og kvennaflokki hafa náð merkilegum árangri og bæði komist í lokakeppni stórmóts. Ástæður fyrir þessum framförum eru að mörgum taldar vera bætt aðstaða til iðkunar hér á landi annars vegar og hins vegar mun hærra menntunarstig knattspyrnuþjálfara á Íslandi en í samanburðarlöndum. Samhliða miklum framförum á sviði knattspyrnu hérlendis gera æ fleiri einstaklingar íþróttina að atvinnu sinni og spila með erlendum félagsliðum að stærstum hluta í Evrópu. Umboðsmenn spila veigamikinn þátt í þessari þróun. Þeir vinna sem einskonar milligöngumenn milli leikmanns og félagsliða um víða veröld og vinna að því með hag leikmannsins að leiðarljósi að hann geti spilað með félagsliði þar sem honum er best borgið með tilliti til afkomu og framdráttar ferils síns. Í rannsókninni sem byggir á eigindlegum viðtölum við fjóra leikmenn og tvo umboðsmenn er reynt að svara spurningunni hvað það væri sem einkenndi góðan umboðsmann. Meginniðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að það megi skipta einkennum góðs umboðsmanns í knattspyrnu í þrennt. Í fyrsta lagi í þætti sem snúa að hæfni í mannlegum samskiptum, tilfinningagreind og félagslegri hæfni. Í öðru lagi í þætti sem snúa að tengslauppbyggingu og sölumennsku. Í þriðja og síðasta lagi eru þættir sem snúa að lærðri þekkingu og reynslu svo sem þekkingu á leiknum og færni í samningaviðræðum

Samþykkt: 
  • 12.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24626


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Starf umboðsmannsins. Sveinbjörn Jónasson.pdf755.02 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna