is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20575

Titill: 
 • Hugmyndir að breyttu skipulagi ákæruvalds með tilliti til kæruheimilda
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Í frumvarpi með lögum nr. 88/2008 um meðferð sakamála var lagt til að gerð yrði sú grundvallarbreyting á skipan ákæruvalds að því yrði skipt í þrjú stjórnsýslustig og að sett yrði á stofn nýtt embætti, þ.e. embætti héraðssaksóknara, sem færi með ákæruvald í meginþorra sakamála. Megintilgangurinn með því að breyta skipan ákæruvalds með þessum hætti var að efla réttaröryggi borgaranna með því að auka kæruheimildir við meðferð sakamáls. Áður en breytingin kom til framkvæmda var gildistöku ákvæða um stofnun embættis héraðssaksóknara frestað fram til 1. janúar 2010 og hefur þeim ítrekað verið frestað síðan þá. Vegna frestunar á stofnun embættisins hefur skipan ákæruvalds verið önnur í framkvæmd heldur en ætlunin var með setningu sakamálalaganna. Miðað við gildandi lagaumhverfi tekur ríkissaksóknari, sem æðsti handhafi ákæruvalds, ákvörðun um saksókn í meiriháttar sakamálum. Sá sem ekki vill una ákvörðun ríkissaksóknara hefur því hvorki möguleikann á því að kæra ákvörðun til æðra setts stjórnvalds né bera ákvörðun undir dómstóla.
  Tilgangurinn með ritgerðinni er meðal annars sá að varpa ljósi á nefndan ágalla með því að benda á þær ákvarðanir sem ekki fást endurskoðaðar og fjalla um þær með almennum hætti. Þá er jafnframt kannað hvort að meðferð sakamála samkvæmt 145. gr. og 146. gr. sakamálalaganna í málum sem falla undir ákæruvald ríkissaksóknara uppfylli þær lágmarkskröfur sem leiða má af málsmeðferðarreglum stjórnsýslulaganna og óskráðum reglum stjórnsýsluréttarins varðandi kæruheimildir. Það er gert með því að skoða hvaða skyldur hvíla almennt á stjórnvöldum við meðferð máls í stjórnsýslunni er varða kæruheimildir og greina hvort að sömu skyldur hvíli á ákæruvaldinu við meðferð sakamáls. Höfundur kemst að þeirri niðurstöðu að ekki sé verið að uppfylla lágmarksreglur stjórnsýsluréttarins að því er varðar kæruheimildir og því sé nauðsynlegt að gera breytingar á skipan ákæruvalds. Af þeim sökum eru lagðar fram hugmyndir að breyttu skipulagi ákæruvalds sem tryggja kæruleiðir vegna ákvarðana sem ekki fást endurskoðaðar samkvæmt gildandi fyrirkomulagi. Hugmyndirnar eru að mestu leyti fengnar með viðtölum við sérfræðinga á þessu sviði ásamt því að skoða hvernig ákæruvaldinu er háttað á hinum Norðurlöndunum, þ.e. Danmörku, Noregi og Svíþjóð.

 • Útdráttur er á ensku

  In 2008, the Parliament passed a bill on criminal procedure proposing a fundamental change to the prosecution structure of preliminary hearings, part of which would've established a new office which would have the authority to prosecute in a majority of cases. The main purpose of changing the structure was to improve legal rights by providing increased possibilities to appeal certain decisions to a higher authority. Before the change could be implemented, the provisions concerning the new office were postponed until the 1st of January 2010 and have been repeatedly delayed since. Due to the deferrals, the amendments to the prosecution structure have been implemented differently than what was originally intended in the Parliament's bill. As it currently stands, the Chief of Prosecutions makes a decision on whether to prosecute or not in all major criminal cases. Plaintiffs or defendants who do not accept a decision made by the Chief of Prosecutions do not have the option to appeal the decision to a higher authority or submit it before the courts.
  The purpose of this thesis is to highlight the contrast between the obligations of general government proceedings concerning administrative appeals with the obligations of the prosecution in criminal proceedings. Furthermore, it examines whether the criminal procedure pursuant to Articles 145 and 146 of Icelandic criminal law meet the minimum requirements that can be deduced from the administrative procedures and unwritten rules regarding administrative appeals. The conclusion is that it does not meet minimum requirements of administrative law and therefore it is necessary to make changes to the structure of the prosecution. For that reason, ideas are submitted by this thesis to change the structure that will ensure the plaintiffs or defendants avenues of appeal for decisions that can not be appealed according to current applicable law. The ideas are mostly acquired through interviews with experts in the relevant fields as well as research on how the prosecutorial system is conducted in other Nordic countries, particularly Denmark, Norway and Sweden.

Samþykkt: 
 • 11.2.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/20575


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ML ritgerð - PDF.pdf2.36 MBLokaður til...03.12.2060HeildartextiPDF