is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20577

Titill: 
  • Samrýmist túlkun Hæstaréttar Íslands, þann 16. júní 2010 á VI. kafla laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001, 40. gr. EES-samningsins?
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Með lögum um Evrópska efnahagssvæðið nr. 2/1993 var samningnum um Evrópska efnahagssvæðið veitt lagagildi hérlendis. Var Íslandi veittur aðgangur að markaðssvæðinu meðal annars gegn því að taka upp í landsrétt reglur um frjálsa för fjármagns. Í 40. gr. EES-samningsins er kveðið á um að engin höft skuli vera á milli samningsaðila á flutningi fjármagns í eigu þeirra sem búsettir eru í aðildarríkjum ESB eða EFTA, né nokkur mismunun, byggð á ríkisfangi eða búsetu aðila eða því hvar féð er notað til fjárfestingar.
    Megintilgangur ritgerðarinnar er að leitast við að svara því hvort túlkun Hæstaréttar á VI. kafla laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, þann 16. júní 2010 í Hrd. 153/2010 og Hrd. 92/2010, samrýmist 40. gr. EES-samningsins. Þá er markmið ritgerðarinnar að varpa ljósi á helstu sjónarmið sem gilda um mat á skaðabótaskyldu ríkja í EES-rétti. Í rannsókninni felst meðal annars samanburður á reglum varðandi frjálsa för fjármagns í EES-rétti annars vegar og ESB-rétti hinsvegar, einkum með hliðsjón af dómaframkvæmd Evrópudómstólsins og EFTA-dómstólsins, en einnig er litið til skrifa fræðimanna á þeim sviðum sem álitaefnið nær yfir.
    Helsta niðurstaða ritgerðarinnar er að túlkun Hæstaréttar Íslands á VI. kafla laga nr. 38/2001, þann 16. júní 2010, feli í sér hindrun á frjálsum fjármagnsflutningum og sé ósamrýmanleg 40. gr. EES-samningsins. Einnig er það niðurstaða höfundar að reglan um skaðabótaábyrgð ríkja sé óaðskiljanlegur hluti af EES-rétti og ein af meginreglum EES-réttarins. Ljóst er að almennar reglur EES-samningsins, einkum fjórfrelsisákvæðin, takmarka heimild EFTA-ríkjanna til að haga sínum málum að vild. Með dómaframkvæmd hefur þannig verið staðfest, í þeim tilvikum þegar ríki veldur einstaklingum eða lögaðilum tjóni, að aðildarríkin kunni að vera skaðabótaskyld.

Samþykkt: 
  • 11.2.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20577


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Samrýmist túlkun Hæstaréttar Íslands, þann 16. júní 2010 á VI. kafla laga um vexti og verðtryggingu nr. 382001, 40. gr. EES-samningsins. Skaðabótaskylda ríkja í EESrétti.pdf553.23 kBLokaður til...01.12.2030HeildartextiPDF