is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/20579

Titill: 
  • Gildi uppljóstrunarákvæða í íslenskum rétti í tengslum við efnahagsbrot
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Umfjöllunarefni ritgerðarinnar er gildi uppljóstrunarákvæða í íslenskum rétti í tengslum við efnahagsbrot. Í fyrsta lagi er farið yfir þau ákvæði sem finna má í íslenskum rétti sem og dómaframkvæmd í tengslum við þau. Í öðru lagi er skoðað hvernig sambærilegar heimildir birtast í norrænni réttar- og dómaframkvæmd og þær bornar saman við íslenskar reglur. Þá fjallaði höfundur um uppljóstrunarákvæði í bandarískum rétti. Áratuga reynsla er af því að nýta aðstoð uppljóstrara til að leysa mál í Bandaríkjunum og segja má að Bandaríkjamenn hafi rutt brautina fyrir aðrar þjóðir í þessum efnum. Þessa reynslu mætti nýta til þess að sníða af vankantana í íslenskri réttarframkvæmd og gera heimildirnar sem árangursríkastar. Til þess að uppljóstrunarákvæði séu sem skilvirkust er talið að reglur um framkvæmd ákvæðanna þurfi að vera skýrar og aðgengilegar. Í ljósi þess fór höfundur því yfir framkvæmd við beitingu ákvæðanna hér á landi, það er að segja það ferli sem hefst eftir að aðili ákveður að ljóstra upp upplýsingum. Að lokum eru sett fram ýmis álitaefni og spurningar í tengslum við ákvæðin enda ljóst að mörgum spurningum er ósvarað. Niðurstaða höfundar var í grófum dráttum sú að uppljóstrunarákvæði geta verið þýðingarmikil, bæði fyrir ákæruvaldið og einstaklinga sem eiga í hlut, ef vel er staðið að umgjörð og setningu slíkra reglna. Þá taldi höfundur að þegar álag á réttarkerfi eykst, efnahagsbrot verða flóknari og tíðarandi annar gæti notkun slíkra heimilda aukist til muna.

Samþykkt: 
  • 11.2.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20579


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistararitgerð - lokaskjal.pdf584.27 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna