is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20583

Titill: 
  • Þurfa konur annarskonar stuðning en karlar í áfengis- og vímuefnameðferð?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Bæði konur og karlar geta átt við áfengis- og vímuefnavanda að stríða. Áður fyrr beindust rannsóknir á áfengis- og vímuefnamisnotkun aðallega að körlum en konur voru lítið rannsakaðar. Nýlegar rannsóknir um orsakir neyslu, neyslumynstur og líffræðilega uppbyggingu kynjanna sýna skýran mun á kynjunum hvað þetta varðar.
    Ofbeldi í æsku og á fullorðinsárum er stór áhættuþáttur fyrir misnotkun kvenna á áfengi og vímuefnum og er talið að mikill hluti þeirra kvenna sem sækja áfengis- og vímuefnameðferð eigi ofbeldissögu að baki. Áfall í kjölfar ofbeldis getur þróast út í áfallastreituröskun (PTSD) og er talið að um 75% þeirra sem greindir eru með áfallastreituröskun (PTSD) séu konur. Tilgangur þessarar fræðilegu samantektar er að fræðast um hvort þörf sé á annarskonar stuðningi fyrir konur en karla í áfengis- og vímuefnameðferð og hvort munur sé á neyslu kynjanna. Farið er yfir hvernig meðferðarúrræðum á Íslandi er háttað og munurinn skoðaður á blandaðri meðferð og kvennameðferð. Við gerð þessarar samantektar eru notaðar niðurstöður rannsókna um efnið ásamt öðrum heimildum.
    Niðurstöður þessarar samantektar sýndu að áfengis- og vímuefnaneysla kynjanna er ólík og sömuleiðis ástæður þeirra fyrir neyslu. Kvennameðferð gæti reynst mörgum konum betur en blönduð meðferð og taka þarf á vandamálum eins og ofbeldi og áfallastreituröskun (PTSD) strax í upphafi meðferðar.
    Lykilorð: Konur, kynin, kynjamunur, áfengis- og vímuefnamisnotkun, kvennameðferð, blönduð meðferð, ofbeldi, áfallastreituröskun (PTSD).

  • Útdráttur er á ensku

    Both men and women suffer from alcohol and substance disorder. Earlier studies on alcohol and drug abuse focused mostly on men and little was known about women regarding that topic. Recent studies show that there is a gender difference when it comes to alcohol and substance abuse, motives for using substances, and the consumption pattern and biological difference.
    Violence in childhood and/or adulthood is considered to be a risk factor for alcohol and substance abuse among women and a large number of women that seek treatment have history of violence in their lifetime. Individuals can experience trauma after suffering violence and can develop post-traumatic stress disorder (PTSD), which is common among individuals in alcohol and substance treatment. Moreover, women are considered to be 75% of those who develop post-traumatic stress disorder (PTSD). The purpose of this review is to find out if there is a need for alternative support for women in alcohol and substance treatment and if there is any difference in drug abuse between the genders. We look at how treatment in Iceland is carried out in general and at the difference between mixed-gender treatment and women-only treatment. This review is based on results from studies and other sources that are related to the topic.
    This review showed that the genders differ in terms of alcohol and substance abuse and that the motives for drug abuse are different. Women-only treatment could be more beneficial for many women rather than mixed-gender treatment, and there is a need to approach problems like violence and post-traumatic stress disorder (PTSD) in the beginning of the treatment.
    Key words: Women, gender, gender difference, alcohol and substance abuse, women-only treatment, mixed-gender treatment, violence, post-traumatic stress disorder (PTSD).

Samþykkt: 
  • 11.2.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20583


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Þurfa konur annarskonar stuðning en karlar í áfengis- og vímuefnameðferð.pdf409.84 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna