is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35345

Titill: 
  • Samanburður á lífeyriskerfum Íslands og Danmerkur: Er íslenska lífeyriskerfið of stórt?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Lífeyriskerfi allra landa þjóna mikilvægu velferðarhlutverki og tilgangur þeirra er að tryggja öldruðum fjárhagslegt öryggi til æviloka og verja þá og fjölskyldur þeirra fyrir tekjumissi vegna ófyrirsjáanlegra áfalla eins og örorku eða andláts. Tilgangur ritgerðarinnar er að skoða uppbyggingu lífeyriskerfa, samanburð á íslenska og danska lífeyriskerfinu og skoða hvort íslenska lífeyriskerfið sé of stórt í samanburði við það danska. Bæði íslenska og danska lífeyriskerfið eru sett fram og útskýrð út frá þriggja stoða lífeyriskerfi Alþjóðabankans auk þess sem eignir þeirra eru skoðaðar. Settir eru fram hlutir sem skipta máli í stærð sjóðsöfnunarkerfa og geta gefið hugmynd um hvort kerfið sé stærra, eins og eignir lífeyriskerfisins, mannfjöldaspár, fjölgun fólks á lífeyrisaldri, langtímafólksfjölgun, langtímaraunvextir, hagvöxtur og hagsveiflur. Einfaldur samanburður á lífeyriskerfunum út frá þessum þáttum benda til þess að danska lífeyriskerfið sé stærra en íslenska og að íslenska kerfið hafi meira rými til að stækka í samanburði við það danska.

Samþykkt: 
  • 18.5.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/35345


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
yfirlýsing.pdf195.3 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Adda Malín Vilhjálmsdóttir.pdf917.67 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna