is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Rit starfsmanna >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20598

Titill: 
  • Norrænn PCR-lyklabanki til rannsókna á erfðamengi mannsins
Útgáfa: 
  • Mars 1994
Útdráttur: 
  • Til að rannsaka erfðamengi mannsins og erfðasjúkdóma er nauðsynlegt að geta greint einkenni gena og litninga. Erfðamörk gefa upplýsingar um breytilegar litnisgerðir og hvernig þær erfast milli kynslóða. Með greiningu slíkra marka fæst mynstur sem er sérkennandi fyrir hvern einstakling. Áður fyrr urðu menn að styðjast við svipgerð, en eftir því sem tækni hefur fleygt fram er unnt orðið að leita að upplýsingum um arfgerð milliliðalaust, það er beint í erfðaefnið. Leitað er að þekktum röðum núkleótíða, sem erfast og gefa því vísbendingu um til dæmis skyldleika og tengsl við sjúkdóma. Erfðamörk eru af ýmsum gerðum en eftir því sem erfðamengi mannsins er betur rannsakað hafa verið skilgreind ný erfðamörk sem gefa miklar upplýsingar um erfðir og erfðasjúkdóma. Eitt það markverðasta sem gerst hefur á seinni árum er að fundist hafa erfðamörk út frá tveggja basa (eins, þriggja og fjögurra basa eru einnig þekkt) endurteknum röðum í erfðamenginu; microsatellite erfðamörk.

Birtist í: 
  • Læknablaðið 1994, 80, 124-126
ISSN: 
  • 0023-7213
Samþykkt: 
  • 18.2.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20598


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
IcelMedJ1994-03-80-F5.pdf457.57 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna