is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Félagsvísindadeild > Meistarverkefni í félagsvísindadeild (MA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20599

Titill: 
 • "Maður lætur þetta virka" : áhrif samskipta presta og formanna sóknarnefnda á menningu Þjóðkirkjusafnaða
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Útdráttur
  Markmið þessarar rannsóknar var að skoða út frá stjórnunarlegu tilliti hvaða áhrif samskipti presta og formanna sóknarnefndar hafa á menningu innan þjóðkirkjusafnaða. Þessi þáttur í stjórnun innan veggja þjóðkirkjunnar hefur lítið verið rannsakaður og er þetta fyrsta rannsóknin á þessu sviði.
  Tíu viðtöl voru tekin í fimm einmenningsprestaköllum á Stór – Reykjavíkursvæðinu sem voru valin þannig að kynjahlutfall væri jafnt. Notuð var eigindleg rannsóknaraðferð þar sem rætt var við formann sóknarnefndar og sóknarprest hvorn á eftir öðrum. Stuðst var við aðferð fyrirbærafræðinnar til að skilgreina upplifun einstaklinganna á því sem verið var að rannsaka. Fræðilegt sjónarhorn var fengið úr félagsfræðinni þar sem skoðuð voru hugtökin samvinna og menningarstjórnun.
  Þegar viðtölin voru greind út frá lykilorðunum samvinna og menningarstjórnun sýndu niðurstöðurnar að það þarf að skoða lög þjóðkirkjunnar og samræma starfsreglur lögunum. Misvísandi orðalag gerir samvinnu og stjórnun flókna. Vísbendingar eru um að samvinna og stjórnun innan veggja sóknanna sé eitthvað sem ekki er rætt um eða hugað að og að einfalda þurfi starfs- og verkferla. Fræða þurfi formenn sóknarnefnda um skyldur sínar varðandi þá sjálfboðavinnu sem þeir taka að sér og að prestar eigi ekki að sinna veraldlegum málum svo sem fjármálum kirkna, starfsmannamálum og viðhaldi kirkju. Þrátt fyrir sóknarmörk er samkeppni á milli kirkna.
  Niðurstöður rannsóknarinnar benda á þætti sem betur mættu fara í stjórnun innan Þjóðkirkjunnar og veita vitneskju um það sem leggja þarf áherslu á til að öll stjórnun skili betri árangri. Bent er á leiðir til úrbóta. Áhersla er lögð á að menningin þyrfti að vera opin til að fá nýtt fólk inn í þjóðkirkjuna þar sem félagsauður er afar dýrmætur kirkjunni.
  Lykilhugtök rannsóknarinnar eru: samvinna og menningarstjórnun.

Samþykkt: 
 • 18.2.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/20599


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MargretGudjonsdottir_MA_lokaverkpdf.pdf931.88 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna