is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27730

Titill: 
  • Þýðing og forprófun á Parental Stressor Scale: Pediatric Intensive Care Unit (PSS:PICU)
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Fyrri rannsóknir sýna að foreldrar sem eiga alvarlega veikt eða slasað barn á gjörgæsludeild geta upplifað mikið álag tengt því. Mælitækið Parental stressor scale: Pediatric intensive care unit (PSS:PICU) (Miles og Carter, 1982) mælir álag sem foreldrar eru líklegir til þess að verða fyrir þegar barn þeirra er inniliggjandi á gjörgæsludeild. Áreiðanleiki og réttmæti þess hefur verið staðfest í rannsóknum en hefur ekki verið þýtt og notað í íslenskum rannsóknum og ekki er vitað um rannsókn sem skoðar álag þessara foreldra á Íslandi.
    Rannsókn þessi snýr að því að þýða mælitækið PSS:PICU yfir á íslensku og forprófa á foreldrum sem átt hafa börn á gjörgæsludeildum. Leitast er við að meta áreiðanleika og réttmæti íslenskrar þýðingar PSS:PICU ásamt því að greina þá álagsþætti sem foreldrar meta að valdi mestu álagi í tengslum við innlögn barns.
    Afturskyggnu megindlegu rannsóknarsniði var beitt á hentugleikaúrtak 25 foreldra, 14 mæðra og 11 feðra barna á aldrinum þriggja mánaða til 18 ára sem legið höfðu á gjörgæsludeild Landspítala í að minnsta kosti 48 klukkustundir á árunum 2015-2017. Þátttakendur fengu rannsóknargögn send í pósti og símtal frá rannsakendum rúmri viku síðar þar sem rannókn var kynnt. Svör bárust rannsakendum með pósti. Notast var við lýsandi tölfræði, Pearsons‘ r og Chronbach‘s alpha við úrvinnslu gagna.
    Áreiðanleiki mælitækisins var alpha 0,89. Allir foreldrarnir skildu öll eða flest atriði spurningalistans og 75% foreldra fannst mælitækið ná mjög vel eða nokkuð vel utan um reynslu sína af gjörgæsludeild. Flokkurinn hlutverk foreldra var sá flokkur sem olli mestu álagi meðal þátttakenda.
    Við forprófun tókst að sýna fram á áreiðanleika og réttmæti íslenskrar þýðingar PSS:PICU. Takmörk rannsóknar var lítið úrtak en til þess að fá betra vald á áreiðanleika og réttmæti þarf að gera frekari rannsóknir á PSS:PICU í íslenskri þýðingu með stærra úrtaki.

  • Útdráttur er á ensku

    Earlier researches show that parents who have a seriously ill or injured child at an intensive care unit, experience a great deal of stress associated with that. The Parental stressor scale: Pediatric intensive care unit (PSS:PICU) (Miles and Carter, 1982) measures stress that parents are likely to experience when their child is admitted to an intensive care unit. Reliability and validity of the PSS:PICU have been confirmed by earlier studies, but has not been translated or used in Icelandic studies and there are no known studies that investigate impact of stress on parents in the PICU in Iceland.
    In the study the PSS:PICU is translated into Icelandic and pre-tested on parents who‘s children have been admitted into an intensive care unit. An attempt is made to evaluate the reliability and validity of the Icelandic translation of the PSS:PICU and to analyze the stress factors that parents consider to be the most stressful in relation to child admission.
    A retrospective quantitative research design was used on a convenience example of 25 parents, 14 mothers and 11 fathers of children from three months to 18 years of age being admitted for at least 48 hours into an intensive care unit at the Landspítali in 2015-2017. Participants received research documents by mail, and a phone call from researchers just over a week later when the research project was promoted. Parents sent their answers to the researchers by mail. Descriptive statistics, Pearsons‘ r and Chronbach‘s alpha was used to process the data.
    Reliability was alpha 0,89. All parents understood every, or most items of the questionnaire and 75% of parents found that the instrument covered very well or rather well their experience of intensive care units. The most stressful category among participants was parental role.
    With pre-testing it was possible to demonstrate the reliability and validity of the Icelandic version of PSS:PICU. This research project was limited to a small sample size but in order to obtain better reliabilty and validity, more research is needed on the Icelandic PSS:PICU using greater sample size.

Samþykkt: 
  • 1.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27730


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
LOKAÚTGÁFA-Þýðing-og-forprófun-á-PSSPICU.pdf1.56 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing um meðferð lokaverkefnis.pdf8.48 MBLokaðurYfirlýsingPDF