is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27953

Titill: 
  • Markmiðssetning í knattspyrnu. Áhrif markmiðssetningar á sjálfstraust, áhugahvöt og mat á eigin getu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmiðssetning er hugræn aðferð sem rannsóknir hafa sýnt fram á að hafi áhrif á frammistöðu í íþróttum. Markmiðssetning getur haft áhrif á áhugahvöt og sjálfstraust íþróttamanna. Markmið sem eru raunsæ, háleit, sértæk og mælanleg leiða til betri frammistöðu en markmið sem eru óljós og auðveld eða engin markmið. Í þessari rannsókn var kannað hvort þeir knattspyrnumenn sem setja sér markmið upplifi aukna áhugahvöt, meira sjálfstraust og hærra mat á eigin getu en knattspyrnumenn sem gera það ekki. Þeir knattspyrnumenn sem settu sér ekki markmið fóru í slökun. Þátttakendur voru 33 knattspyrnumenn úr tveimur meistaraflokksliðum í neðri deildum Íslandsmótsins; 21 kona og 12 karlar. Rannsókn stóð yfir í fjórar vikur þar sem þátttakendur svöruðu spurningalistum um áhugahvöt, sjálfstraust og mat á eigin knattspyrnugetu auk þess að gefa sér einkunn fyrir eigin frammistöðu eftir hverja æfingu í fjórar vikur. Tilraunahópi var kennd markmiðssetning og samanburðarhópi kennd slökun. Niðurstöður sýndu að enginn munur var á milli hópa eftir fjórar vikur en marktækur munur var innan hópanna á undirþáttum áhugahvatar.

Samþykkt: 
  • 7.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27953


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð-Petra Ruth.pdf743 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf101.26 kBLokaðurYfirlýsingPDF