is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18304

Titill: 
  • Teymisvinna í hjúkrun, starfsánægja og áform um að hætta í starfi: Lýsandi rannsókn
  • Titill er á ensku Teamwork in nursing, job satisfaction and intent to leave: A descriptive study
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Bakgrunnur rannsóknar: Teymisvinna er mikilvægur þáttur innan hjúkrunar þegar kemur að ánægju starfsfólks. Teymisvinna og ánægja í starfi geta haft áhrif á gæði þjónustu og þar með öryggi sjúklinga. Þar sem starfsfólk er óánægt í starfi er það ekki eins vel í stakk búið til að sinna starfi sínu vel og getur
    það bitnað á starfi og þjónustu við sjúklinga. Með góðri teymisvinnu má bæta starfsánægju innan hjúkrunar og draga úr áformum starfsfólks í hjúkrun um að hætta í starfi.
    Tilgangur: Megintilgangur rannsóknarinnar er að skoða hver eru tengsl teymisvinnu og starfsánægju í hjúkrun á legudeildum lyflækninga-, skurðlækninga- og gjörgæsludeilda á Íslandi og hver eru tengsl teymisvinnu og áforma starfsfólks í hjúkrun um að hætta í núverandi starfi. Starfsánægja var skoðuð út frá ánægju í núverandi starfi annars vegar og ánægju með starfsgrein hins vegar.
    Aðferð: Rannsóknaraðferð var lýsandi fylgnirannsókn sem framkvæmd var á legudeildum lyflækninga-, skurðlækninga- og gjörgæsludeilda á öllum sjúkrahúsum landsins. Þátttakendur voru 632 talsins en þar á meðal voru hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar, hjúkrunardeildarstjórar, heilbrigðisritarar og almennir starfsmenn í hjúkrun. NTWS-Icelandic spurningalistinn sem byggist á sjálfsmati þátttakenda á teymisvinnu, var lagður fyrir alla þátttakendur.
    Niðurstöður: Marktæk jákvæð tengsl voru milli teymisvinnu í hjúkrun og ánægju í núverandi starfi. Einnig voru marktæk jákvæð tengsl milli teymisvinnu í hjúkrun og ánægju með starfsgrein en þó voru tengslin veik. Teymisvinna var marktækt betri hjá þeim sem höfðu engin áform um að hætta í núverandi starfi innan árs miðað við þá sem höfðu áform um að hætta innan árs.
    Ályktun: Teymisvinna í hjúkrun á íslenskum sjúkrahúsum tengist marktækt starfsánægju og áformum um að hætta í starfi. Það er mikilvægt að stjórnendur í heilbrigðiskerfinu geri sér grein fyrir tengslum teymisvinnu og starfsánægju og geti unnið að því að draga úr uppsögnum starfsfólks í hjúkrun.
    Lykilorð: Teymisvinna, starfsánægja, áform um að hætta, hjúkrun, sjúkrahús.

  • Útdráttur er á ensku

    Background: Teamwork is an essential component in nursing when it comes to job satisfaction. Teamwork and job satisfaction can affect quality of nursing and thereby patient’s safety. Job dissatisfaction can affect work ethics so that job performance isn’t as affective and it can influence quality of nursing care and patient safety. Effective teamwork can improve job satisfaction in nursing and reduce desire to leave the nursing profession.
    Purpose: The main purpose of this study is to identify the relationship between nursing teamwork and job satisfaction in inpatient medical, surgical and intensive care units in Iceland and the relationship between nursing teamwork and intent to leave current position. Job satisfaction was measured by asking participants about their satisfaction in current position and satisfaction with current profession.
    Method: This study was a descriptive correlation study conducted in inpatient medical, surgical and intensive care units in every hospital in Iceland. Participants were 632 registered nurses, practical nurses, nursing assistans, nurse managers, unit secretaries and other nursing staff employes. The NTWS-Icelandic a self-report questionnare, was distributed to all participants.
    Findings: A statistically significant positive correlation was found between nursing teamwork and job satisfaction with current position. There was also a statistically significant positive, however weak, relationship between nursing teamwork and satisfaction with current profession. Nursing teamwork was statistically significantly better with those who had no intention to leave their current job position within a year than with those who intended to leave their current position within a year.
    Conclusion: Nursing teamwork is significantly related to job satisfaction and intent to leave in Icelandic hospitals. It is important for healthcare managers to be aware of the relationship of teamwork and job satisfaction in nursing, to be able to minimise turnover of nursing staff.
    Keywords: Teamwork, job satisfaction, intent to leave, nursing, hospital

Samþykkt: 
  • 16.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18304


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Teymisvinna í hjúkrun, starfsánægja og áform um að hætta í starfi. docx.pdf535.1 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Teymisvinna í hjúkrun, starfsánægja og áform um að hætta í starfi Viðauki1 Fylgiskjöl. docx.2.pdf83.39 kBOpinnFylgiskjölPDFSkoða/Opna
Teymisvinna í hjúkrun, starfsánægja og áform um að hætta í starfi Viðauki2Fylgiskjöl. docx.3.pdf190.46 kBOpinnFylgiskjölPDFSkoða/Opna