is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30602

Titill: 
  • Þjóðrækni og stjórnmálaáhugi: Áhrif aldurs og búsetu erlendis
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Á undanförnum árum hefur kjörsókn farið dvínandi í vestrænum ríkjum og þá sérstaklega meðal ungs fólks. Þessi þróun hefur vakið miklar vangaveltur og hefur fjölda ólíkra skýringa á tildrögum hennar verið varpað fram. Ein þessara skýringa er að ungt fólk sé síður þjóðrækið en eldra fólk. Þjóðrækni felur í sér að bera ást og stolt í garð þjóðar sinnar og að upplifa sig nátengdan eigin þjóðerni. Þjóðræknir einstaklingar fylgjast almennt betur með stjórnmálum, setja sig frekar inn í pólitísk álitamál og eru líklegri til að taka þátt í kosningum. Í þessari ritgerð voru tengsl þjóðrækni við kjörsókn á Íslandi ítarlega skoðuð út frá svörum 293 þátttakenda sem fengnir voru með hentugleikaúrtaki. Annars vegar var kannað hvort hægt væri að nota ýfingu til að hafa áhrif á kosningaviðhorf og þjóðlega tengingu og hins vegar að athuga hvort að kosningaviðhorf og þjóðleg tenging væri breytileg eftir aldri og búsetu. Sett var fram tilgáta að ýfing sterkrar þjóðlegrar tengingar hefði jákvæð áhrif á upplifaða þjóðlega tengingu og styrkti viðhorf til þátttöku í íslenskum stjórnmálum. Einnig var því spáð að einstaklingar sem upplifðu mikla þjóðlega tengingu hefðu sterkara viðhorf til þátttöku í íslenskum stjórnmálum. Að lokum voru settar fram tilgátur um að yngri kynslóðir og Íslendingar búsettir erlendis upplifðu veikari þjóðlega tengingu og viðhorf til þátttöku í íslenskum stjórnmálum en eldri kynslóðir og Íslendingar búsettir á Íslandi. Niðurstöður leiddu í ljós að ýfing virtist ekki hafa áhrif á skynjaða þjóðlega tengingu og viðhorf til þátttöku í stjórnmálum að öðru leyti en að nota mætti ýfingu til að styrkja afstöðu fólks gegn því að einstaklingar sem ekki hefðu kynnt sér málefni líðandi stundar kysu. Fram kom að fólk sem upplifði sterka uppbyggjandi þjóðrækni var líklegra til að finnast þátttaka í stjórnmálum landsins vera borgaraleg skylda. Út frá þessari rannsókn má álykta að því eldri sem einstaklingur er, því betur samsamar hann sig við þjóð sína. Niðurstöður bentu að lokum til þess að búseta erlendis hefði ekki áhrif á þjóðlega tengingu og kosningaviðhorf fólks.

Samþykkt: 
  • 1.6.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30602


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Thjodraekni-og-stjornmalaahugi-Helena-Petur-Sigrun.pdf752.21 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Helena_Petur_Sigrun.pdf50.46 kBLokaðurYfirlýsingPDF