is Íslenska en English

Lokaverkefni

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Kandídatsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8793

Titill: 
  • Ljáðu mér eyra - mat á þjónustu. Forprófun spurningalista
Útdráttur: 
  • Tilgangur rannsóknarinnar var að forprófa spurningalista um mat á viðtalsþjónustunni Ljáðu mér eyra á Landspítala og er liður í að undirbúa stóra rannsókn um mat á þjónustunni. Einnig gefur þessi forrannsókn innsýn í það hvernig konum þykir þjónustan, hvort hún hafi hjálpað þeim og hvernig hægt sé að bæta hana.
    Eftirfarandi rannsóknarspurningar voru hafðar að leiðarljósi: Hver er ástæða þess að íslenskar konur leita til þjónustu eins og Ljáðu mér eyra? Eru konur ánægðar með þá þjónustu sem þær fá í Ljáðu mér eyra viðtölum? Er spurningalistinn, sem mælitæki að mæla það sem ætlast er til af honum?
    Aðferðafræði rannsóknarinnar var megindleg, þar sem upplýsinga var aflað með spurningalistum. Alls tóku 18 einstaklingar þátt, allt konur sem höfðu nýtt sér þjónustuna á síðastliðnum fimm árum. Úrvinnsla gagna fór fram í SPSS tölfræðiforritinu.
    Niðurstöður sýndu að konur eru ánægðar með þjónustuna. Helstu ástæður fyrir því að leita til þjónustunnar voru slæm fyrri fæðingarreynsla, kvíði vegna fyrirhugaðrar fæðingar og að hafa enga stjórn í fyrri fæðingu. Spurningalistarnir virtust almennt vera skýrir og skiljanlegir, nokkrar gagnlegar ábendingar bárust vegna uppsetningar á þeim og orðalag. Hálft til fimm ár voru liðin frá því konurnar nýttu sér þjónustuna og dreifðist svörunin jafnt yfir það tímabil.
    Lykilorð: Fæðingarótti, fæðingarreynsla, viðtalsþjónusta, ljósmóðir.

Samþykkt: 
  • 27.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8793


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ljáðu mér eyra.pdf7.88 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna