is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35821

Titill: 
  • Endurhæfing fyrir einstaklinga með langvinna lungnateppu. Notagildi hámarksþolprófs sem matstæki.
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Inngangur. Í endurhæfingu fyrir einstaklinga með langvinna lungnateppu (LLT) er líkamleg þjálfun hornsteinninn. Þol- og úthaldsþjálfun skipar mikilvægan sess í þessari þjálfun og því er mikilvægt að að hafa góð mælitæki til að meta stöðu sjúklinga við upphaf endurhæfingar og til að meta áhrif endurhæfingar á þol. Hámarksþolprófið er eitt af algengustu áreynsluprófunum sem notuð eru fyrir þennan hóp. Hámarksþolprófið fer ýmist fram á þrekhjóli eða göngubretti og metur getu próftaka til að takast á við stigvaxandi áreynslu. Markmið þessarar rannsóknar er að athuga hvort hámarksþolprófið sé næmt fyrir breytingum á þoli í kjölfar endurhæfingar hjá LLT sjúklingum og að athuga hvort það henti fyrir ólíka hópa LLT sjúklinga m.t.t. þátta á borð við aldur, kyn, alvarleika teppu, holdafar, hámarksafköst og súrefnismettun á hámarksþolpróf við upphaf endurhæfingar..
    Aðferðir. Framkvæmd var afturvirk áhorfsrannsókn og unnið með gögn frá árunum 1994-2002. Þátttakendur voru sjúklingar á Reykjalundi sem höfðu lokið að lágmarki fjögurra vikna endurhæfingu, höfðu lungnateppu staðfesta með öndunarmælingu og höfðu lokið hámarksþolprófi við upphaf og lok endurhæfingar. Hámarksþolpróf og öndunarmælingar voru framkvæmdar af vel þjálfuðu starfsfólki hjarta- og lungnarannsóknarstofu Reykjalundar.
    Niðurstöður. Þátttakendur voru 584 talsins, 57% konur og 43% karlar, meðalaldur 64,2 ± 10,2 ár. Marktæk bæting varð á hámarksafköstum og þrektölu þátttakenda á hámarksþolprófinu í lok endurhæfingarinnar (+13,3±15 W, p <0,001 og +0,178±0,199 W/kg, p<0,001). Allar skýribreyturnar höfðu marktæka en mjög litla fylgni (rs<0,250) við raunbreytingar á hámarksafköstum og þrektölu. Breyturnar aldur, hámarksafkastageta og súrefnismettun höfðu marktæka en mjög litla fylgni (rs<0,250) við hlutfallslegar breytingar á hámarksafköstum og breyturnar holdafar og súrefnismettun höfðu marktæka en mjög litla fylgni (rs<0,250) fylgni við hlutfallslegar breytingar á þrektölu. Marghliða aðhvarfslíkön fyrir raungildis- og hlutfallslegar breytingar á hámarksafköstum og þrektölu skýrðu einungis 7,2 – 10% af breytileika breytinganna. Bæði kynin bættu bæði hámarksafköst sín og þrektölu (raungildi), karlar bættu sig meira en konur (karlar: +15,7±17 W; konur: +11,3±13 W). Allir teppuflokkarnir (GOLD1-GOLD4) bættu hámarksafköst sín og þrektölu (raungildi), GOLD4 bætti hámarksafköst og þrektölu minnst af öllum hópunum, bæði á hámarksafköstum og þrektölu (+9,2±13,2 W og 0,12±0,20 W/kg). Allir holdafarsflokkarnir bættu hámarksafköst sín og þrektölu. Offituhópurinn bætti hámarksafköst sín mest (+15,9±17,8 W), enginn munur var á milli hópa á breytingum á þrektölu (p-gild fyrir víxlhrif: 0,180).
    Ályktun. Hámarksþolprófið er næmt á breytingar á hámarksafköstum í kjölfar endurhæfingar hjá LLT sjúklingum. Það er næmt á breytingar hjá báðum kynjum, öllum GOLD flokkum og öllum holdafarsflokkum. Hámarksþolprófið hentar vel sem matstæki fyrir ólíka hópa LLT sjúklinga.

Samþykkt: 
  • 4.6.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/35821


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hámarksþolpróf_mastersverkefni_júní2020.pdf894.91 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Meðferð lokaverkefnis.png582.29 kBLokaðurYfirlýsingPNG