is Íslenska en English

Lokaverkefni

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Kandídatsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2822

Titill: 
  • Dúlur: Áskorun eða ógnun við ljósmæður?
Útdráttur: 
  • Tilgangur: fræðileg úttekt á hlutverki dúla, áhrifum á fæðinguna og upplifunum kvenna. Dúlum fjölgar og umfjöllunin svarar því hvort þær ógni ljósmæðrum eða séu einungis áskorun um að sinna samfelldri þjónustu og yfirsetuhlutverkinu.
    Aðferð: heimildaleit á gagnasöfnunum Scopus og PubMed. Viðtöl við dúluna Eydísi Hentze og tvo skjólstæðinga hennar.
    Niðurstöður: dúla þýðir kona sem hugsar um konu. Nútíma skilgreiningin er stuðningsaðili í barneignarferlinu sem veitir samfelldan stuðning, sálrænan og líkamlegan. Rannsóknir sýna minni inngripa- og keisaratíðni, styttri fæðingar og færri vökudeildarinnlagnir, sérstaklega ef dúlur eru ekki stofnanabundnar, byrja stuðninginn snemma og hjá félagslega illa stöddum konum. Fæðingarreynsla kvenna sem njóta aðstoðar dúlu er góð.
    Umræða: í spítalaumhverfinu eiga ljósmæður erfitt með að mæta væntingum og þörfum kvenna um samfellda þjónustu í gegnum barneignarferlið og yfirsetu í fæðingu. Þar ógna dúlur ljósmæðrum. Áskorunin er sú að ljósmæður viðurkenni góð áhrif dúla, vinni jafnvel með þeim til hagsbóta fyrir konur en leiti jafnframt leiða til þess að standa vörð um starf sitt, efla samfellda þjónustu og vernda yfirsetuhlutverkið.

Samþykkt: 
  • 27.5.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2822


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
dúlur_fixed.pdf290.74 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna