Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/20619
Ferðamannastraumur hefur vaxið ört á Íslandi á síðustu árum og samkvæmt spám verður ekkert lát á honum á næstu árum. Ferðamönnum til landsins hefur fjölgað um nærri helming frá árinu 2008 sem er mikil aukning.
Miðborg Reykjavíkur, eða öðru nafni 101 Reykjavík, hefur verið vinsæll áfangastaður fyrir ferðamenn og er miðborgin fjölsóttasti ferðamannastaður landsins og langflestir útlendingar sem koma til landsins dvelja einhverja daga í Reykjavík á ferð sinni. Í borginni eru starfandi hótel og gistiheimili innan um almenna íbúabyggð. Auk þess bjóða margir íbúar upp á heimagistingu fyrir ferðamenn.
Óhjákvæmilega hljóta einhver bein eða óbein samskipti að eiga sér stað milli heimamanna og ferðamanna í hverfinu. Hver viðhorf heimamanna eru til ferðamanna skiptir miklu máli fyrir framgang ferðaþjónustu í 101 Reykjavík. Í ferðamálafræði hafa þessi samskipti verið rannsökuð og skilgreind út frá þolmörkum heimamanna. Með þolmörkum er átt við hámarksfjölda ferðamanna sem getur dvalið á svæðinu án þess að hafa neikvæð áhrif á líf heimamanna.
Markmið ritgerðarinnar er að kanna viðhorf íbúa í 101 Reykjavík til ferðamanna innan hverfisins og meta hvort fjöldi ferðamanna sé kominn að þolmörkum. Framkvæmd var viðtalsrannsókn á nokkrum íbúum 101 Reykjavíkur til að skoða og greina viðhorfin. Niðurstöður rannsóknarinnar gáfu til kynna vísbendingar um að íbúar hverfisins séu farnir að finna fyrir pirringi gagnvart ferðamönnum, en það gæti tengst að einhverju leyti því hvar íbúarnir búa í miðbænum. Mismunandi var eftir staðsetningu heimila viðmælenda hvort í þeirra nærumhverfi væri mikið af ferðamönnum eða minna. Vísbendingar eru því um að það sé farið að nálgast þolmörk ferðamennsku sums staðar í 101 Reykjavík.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
JohannaAsgeirsdottir_BS_lokaverk-Skemman.pdf | 594,01 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |
Athugsemd: Útprentun og/eða afritun er óheimil nema með skriflegu leyfi höfundar. Verkið er verndað af ákvæðum höfundarlaga.