is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20621

Titill: 
  • Starfsánægja og hvatning
  • Titill er á ensku Job satisfaction and motivation
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar var að kanna starfsánægju og hvaða þættir gætu haft áhrif á starfsánægju. Starfsánægja skiptir máli bæði vegna andlegrar heilsu og félagslegrar virkni. Ætla má að flestir hlakki til að mæta í vinnuna og vera metnir þar af eigin verðleikum.
    Fyrri hluti ritgerðarinnar er fræðilegur og fjallar um hugtakið starfsánægja og helstu kenningar um starfsánægju, umbun, hvatningu, líðan starfsfólks og starfsþróun. Í seinni hlutanum er farið yfir rannsókn sem var framkvæmd þar sem leitast er við að svara rannsóknarspurningunni: „Hvaða þættir hafa áhrif á starfsánægju starfsfólks Vinnumálastofnunar?“ Hlutverk mannauðsstjóra skipulagsheilda og starfsmannastefna Vinnumálastofnunar eru skoðuð. Rannsóknarniðurstöður verkefnisins eru kynntar, greint frá því hvernig staðið var að framkvæmd rannsóknarinnar og reynt að túlka helstu niðurstöður.
    Niðurstöðurnar leiddu í ljós að starfsánægja starfsfólks Vinnumálastofnunar er frekar góð en þó gaf rannsóknin til kynna að það sem helst er þörf á að huga að eru hvatning, viðurkenning og starfsþróun.

Samþykkt: 
  • 19.2.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20621


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Vigdis_Osk_Omarsdottir_BS.pdf1.77 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna