is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Rafræn tímarit >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20625

Titill: 
 • Undirbúningur framhaldsskólanemenda fyrir notkun ensku í háskólanámi : námskrár og nýtt íslenskt málumhverfi
Útgáfa: 
 • Desember 2014
Útdráttur: 
 • Í þessari grein er varpað ljósi á ákveðið misræmi sem myndast hefur milli opinberrar
  stefnu í kennslu ensku og breyttrar stöðu ensku í íslensku málumhverfi.
  Rýnt er í nýlegar rannsóknir á stöðu ensku á Íslandi, á viðhorfum íslenskra nemenda
  til gagnsemi enskunáms í framhaldsskóla og viðhorfum nemenda í Háskóla
  Íslands til eigin færni til að takast á við námsefni á ensku (Anna Jeeves, 2010;
  Birna Arnbjörnsdóttir og Hafdís Ingvarsdóttir, 2010). Þær rannsóknir gefa vísbendingu
  um að um þriðjungur nemenda eigi í erfiðleikum með að skilja námsbækur
  á ensku í háskólanámi en um 90% námsefnis á háskólastigi er á ensku.
  Í þessari rannsókn er reynt að varpa frekara ljósi á þann undirbúning sem nemendur
  fá í framhaldsskólum. Í þeim tilgangi eru skoðaðar áherslur og inntak áfanga
  í ensku í tveimur aðalnámskrám og fjórum nýlegum skólanámskrám, einkum með
  tilliti til áherslu á akademíska ensku. Í ljós kemur að hvorki í aðalnámskrá frá 1999
  né 2011 er lögð sérstök áhersla á að undirbúa nemendur fyrir lestur námsefnis í há-
  skólanámi. Í nýjum skólanámskrám eru hins vegar áfangar þar sem lögð er áhersla
  á markvissan undirbúning af þessu tagi.
  Höfundar telja að meiri áhersla þurfi að vera á akademíska ensku í framhaldsskólum
  og að slík enska eigi jafnvel heima á fjórða hæfniþrepi en ekki því þriðja
  sem er hæsta hæfniþrep fyrir erlend tungumál samkvæmt núgildandi námskrá.
  Þá er bent á að gera þurfi skýrari greinarmun á færni til að lesa fræðigreinar og
  bókmenntatexta og að mikil áhersla á efri stigum á bókmenntir geti verið á kostnað
  annars konar textategunda (e. genre). Einnig er sett fram sú spurning hvort ekki
  þurfi að setja ákveðnari og skýrari viðmið en nú er um færni í ensku til að hefja
  háskólanám á Íslandi og erlendis. Lesþjálfun nemenda á framhaldsskólastigi þyrfti
  því að vera markvissari til að undirbúa þá til að takast á við ýmsar gerðir texta sem
  líklegt er að þeir þurfi að glíma við í námi og starfi.

 • Útdráttur er á ensku

  Findings of recent studies on the status of English suggest that a new linguistic
  environment is emerging in Iceland. The studies uncovered a discrepency
  between the official status of English which is defined as a foreign language
  and the reality of the immense, daily English exposure and English use in
  Iceland. The vast majority of Icelanders hear, read and write conversational
  English daily which seems to lead to proficiency in informal rather than formal
  registers. This seems to lead to an overestimation of English skills as speakers
  are not aware of the difference in their capacity to receive and comprehend
  informal contextualized English, and to what extent they are able to produce
  English while speaking and writing, especially using more formal registers.
  This is apparent in recent studies that show that over a third of university
  students struggle with academic textbooks at the University of Iceland which
  are almost entirely written in English and the increased workload working with
  a second language entails (Birna Arnbjörnsdóttir and Hafdís Ingvarsdóttir,
  2010). Many students claim that the English they learned in secondary school
  added little to the English they learned outside of school (Anna Jeeves, 2013).
  This paper will focus on the aspects of these studies that pertain to teaching
  and learning English at the secondary level, particularly with regard to
  preparation for English for use at university. The paper describes a follow -up
  study focusing on to what extent current national and school curriculum
  guidelines are in line with the needs of Icelandic students and their identified
  use of English in a new linguistic context in Iceland. Some inconsistencies
  were identified. The first part of the study examined the National Curriculum
  Guidelines for English in Secondary Schools that took effect in 1999 and 2011.
  There is little reference in these Guidelines as to how courses should prepare
  students for university studies in English. Upper level courses seem heavily
  focused on reading and interpretation of literary texts. The National Curriculum
  Guidelines from 2011 are based on proficiency scales and learning outcomes
  rather than descriptions of individual courses, the content of which are left to
  schools. This Curriculum is very general and open to interpretation, especially
  the highest, third level.
  As convention has it, there seems to be an overemphasis on literary genres at
  the upper levels. An examination of four school curricula based on the general
  Guidelines from 2011 does little to disspell this notion. One of the schools was
  chosen especially as it served as a curriculum development site for the secondary
  system in accordance with the 2011 Guidelines. The four schools offer
  courses with the stated aim of preparing students for academic studies, but yet
  again there is an overrepresentation of literature at the expense of other
  genres. The authors express concern that university students are not getting
  enough preparation in formal academic English and call for further studies of
  whether students lack of familiarity with academic genres are exclusive to
  English or whether they are symptomatic of a larger issue namely that students
  are not adequately prepared to tackle academic genres in any language.
  The overall implications are that the preparation of students may need to be
  refocused to include familiarity with the variety of genres, in English and
  Icelandic that they will encounter in their tertiary education and the workforce.
  This reexamination may be approriate as secondary education is being reduced
  to three years. The authors also call for a reexamination of teacher development
  and more support for working teachers to refocus their syllabi to better
  meet the needs of the growing number of students who go on to tertiary
  education.

Birtist í: 
 • Netla
ISSN: 
 • 1670-0244
Samþykkt: 
 • 20.2.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/20625


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Undirbúningur.pdf513.13 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna