is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Lagadeild > Lokaverkefni í lagadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20638

Titill: 
 • Almannahagsmunir sem skilyrði takmörkunar á stjórnarskrárvernduðum mannréttindum
 • Titill er á ensku Public interest as a condition to limit the constitutionally protected human rights.
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Markmið greinargerðarinnar er að varpa ljósi á það hvað felst í hugtakinu almannahagsmunir, semer m.a. skilyrði takmörkunar á mannréttindaákvæðum stjórnarskár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944. Við skoðunina var beitt orðskýringu, markmiðaskýringu og lögfræðilegri aðferðafræði viðskýringu á umfangi hugtaksins.
  Niðurstöður greingerðarinnar eru í megindráttum þær að mannréttindi hafa þróast, með tilkomu aukinnar kröfu almennings um ákveðin félagsleg, efnahagsleg og menningarleg réttindi. Til að tryggja slík réttindi hafa mannréttindi einstaklinga verið takmörkuð að vissu leyti í þágu almannahagsmuna. Sú hugmyndafræði sem liggur þar að baki, svipar til siðfræðilegrar kenningar nytjastefnunar, þar sem athafnir öðlast réttlætingu í ljósi afleiðinga þeirra fyrir almannaheill.
  Sú ályktun er dregin, að við ákvörðun takmarkana á mannréttindum eigi að fara fram hlutlægt mat um hvort hagsmunir einstaklinga eða lögaðila eigi að víkja fyrir almannahagsmunum, þó kunna að vera tilvik þar sem hagsmunir eru svo augljósir að huglægt mat dugi til.
  Af dómaframkvæmdum má sjá að dómstólar beita meðalhófi við mat um réttmæti takmarkana, en því meira íþyngjandi sem takmörkun er þeim mun ríkari kröfur setja dómstólar á löggjafann um efni lagasetningar. Einnig má sjá að því ríkari sem almannahagsmunir eru þeim mun víðtækara svigrúm fær löggjafinn um mat á nauðsyn takmarkana.
  Í lokin má sjá að hugtakið almannahagsmunir er mjög teygjanlegt hugtak og ytri mörk þess ennóljós, sem best sést af túlkun hugtaksins af Mannréttindardómstól Evrópu.

Samþykkt: 
 • 27.2.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/20638


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
AndriBjörgvinArnþórsson_BS_lokaverk.pdf691.02 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna

Athugsemd: Verkið er lokað til 2017 vegna viðkvæmra upplýsinga.