Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/20643
Þessi ritgerð fjallar um hversu mikil áhrif börn hafa á foreldra sína í kauphegðunarferli þeirra. Ritgerðin er skipt í tvo hluta þar sem að í fyrri hlutanum er fjallað um efnið í gegnum fræðigreinar og rit sem til eru og höfundur komst í og síðan er rannsókn þessi byggð niðurstöðum megindlegra rannsóknar í formi spurningakönnunar sem höfundur sendi út á facebook. Markmið könnunarinnar var að sjá hversu mikil áhrif börn hafa á kauphegðun foreldra sinna. Hversu mikil áhrifin eru, með hvaða hætti og sjá hvað foreldrum sjálfum finnst um þetta mál. Þeir sem tóku þátt voru foreldrar sem eiga börn undir 12 ára aldri og svarendur voru 547 talsins. Engin skilyrði voru önnur en þau að svarendur þyrftu að eiga börn undir 12 ára og var þetta fólk á öllum aldri.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BryndisBessadottir_BS_Lokaverk.pdf | 1,72 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |
Athugsemd: Verkið er lokað til ársins 2020 vegna viðkvæmra upplýsinga.