Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/20646
Tilgangur þessarar ritgerðar er að rannsaka hvort umskipunarhöfn á Íslandi er samkeppnishæfur kostur fyrir fjárfesta sem áhuga hafa á siglingum yfir Norður-Íshafið. Loftslagsbreytingar hafa valdið því að hafís á norðurslóðum er í breyttri mynd frá því sem áður var, bæði vegna minnkandi yfirborðs og meiri hreyfanleika, og er það talið opna á nýjar siglingaleiðir milli austurs og vesturs. Til þess að greina samkeppnishæfni verður mið tekið af markaðshlutunaraðferð Kotlers og lagst í rannsókn á því hvaða hlut fluttra gámaeininga er raunhæft að höfn á Íslandi umskipi. Dreifingarhlekkur Virðiskeðju Porters verður notaður til þess að meta staðsetningu umskipunar til verðmætasköpunar og loks varpað ljósi á helstu styrkleika og tækifæri umskipunarhafnar á Íslandi til þess að ná samkeppnisforskoti til langs tíma. Þá verður arðsemismat framkvæmt með því að setja upp helstu kostnaðar- og tekjuliði með samanburðaraðferð við verðmat. Með núllpunktagreiningu verður í kjölfarið sagt til um fjölda gámaeininga sem umskipa þarf til þess að skila hagnaði. Litið verður til þess hvernig eignarhald hafnarsvæða er í dag og með hvaða fyrirkomulagi einkaaðilar hafa komið að rekstri hafna.
Umskipunarhöfn, Norður-Íshaf, samkeppnishæfni, arðsemi, fjárfestar
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
SaraPalsdottir_MS_lokaverk.pdf | 2,69 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Efnisyfirlit.pdf | 165,82 kB | Opinn | Efnisyfirlit | Skoða/Opna |
Athugsemd: Verkið er lokað til ársins 2019 vegna viðkvæmra upplýsinga.