is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10126

Titill: 
  • Kulnun í starfi meðal tannlækna
  • Titill er á ensku Burnout among dentists
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Meginmarkmið með þessari rannsókn var að skoða hvort íslenskir tannlæknar sýni einkenni kulnunar í starfi. Einnig hvort tannlæknar séu að kljást við alvarlegt þunglyndi, streitu eða kvíða. Lífsánægja og verklund voru aðrir þættir sem voru skoðaðir.
    Rannsóknin er þversniðskönnun og var þátttakenda aflað með hentugleikaúrtaki úr skrám Tannlæknafélags Íslands. Það voru 117 tannlæknar sem tóku þátt í rannsókninni, þar af 83 karlar og 34 konur.
    Svarhlutfall var 40,48%.
    Til að meta þunglyndi, kvíða og streitu var notað sálfræðilegt próf; Þunglyndis-, kvíða- og streitukvarðinn (Depression, Anxiety, Stress Scale, DASS). Lífsánægja var metin með Lífsánægjulistanum (Satisfaction With Life Scale, SWLS), starfskulnun með Maslach starfskulnunarlistanum (Maslach Burnout Inventory – Human Service Survey, MBI-HSS) og verklund með Utrecht verklundarlistanum (Utrecht Work Engagement Scale, UWES-17).
    Meirihluti tannlækna í rannsókninni sýndu eðlileg einkenni við mati á þunglyndi, kvíða og streitu. Í mati á lífsánægju voru 78,7% þátttakenda yfir meðallagi. Af tannlæknunum voru 26 með einkenni starfskulnunar á háu stigi, 15 á meðalstigi og 42 á lágu stigi. Verklund tannlækna var í meðallagi eða 40,2%. Ekki fannst marktækur munur á milli kynja í neinum ofangreindra þátta.
    Niðurstöðurnar benda því til að almennt séu tannlæknar við nokkuð góða andlega heilsu, samkvæmt Þunglyndis-, kvíða- og streitukvarðanum, Lífsánægjulistanum og Utrecht verklundarlistanum en samkvæmt Starfskulnunarlista Maslach eru vísbendingar um að vinnustreita sé mikil meðal lítils hluta tannlækna.

Samþykkt: 
  • 20.9.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10126


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kulnun í starfi meðal tannlækna.pdf1.49 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna