is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20317

Titill: 
  • Hvaða hvatar eru á bak við áhuga Íslendinga á enska boltanum og Pepsi-deild karla?
  • Titill er á ensku What are the motivational factors behind Icelanders’ interest in the English Premier League and the men’s Pepsi League?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Enski boltinn, eða enska úrvalsdeildin í knattspyrnu, nýtur mikilla vinsælda hér á landi og eru vinsældirnar slíkar að dæmi eru um að sparkspekingar hér á landi tali um hann sem hina eiginlegu þjóðaríþrótt Íslendinga. Meðfram gríðarlegum áhuga Íslendinga á enska boltanum þá fylgjast þeir einnig með Pepsi-deild karla en hún er sú íslenska vara sem er hvað sambærilegust enska boltanum.
    Markmið þessarar rannsóknar var að kanna hvaða hvatar liggja annars vegar að baki áhuga Íslendinga á enska boltanum og hins vegar á Pepsi-deild karla. Ásamt að komast að því hvort hvatarnir sem drífa áfram áhugann á þessum deildum séu þeir sömu eða ekki. Með það að leiðarljósi voru settar fram þrjár rannsóknarspurningar:
    1.Hvaða hvatar skýra áhuga Íslendinga á enska boltanum?
    2.Hvaða hvatar skýra áhuga Íslendinga á Pepsi-deild karla?
    3.Eru mismunandi hvatar sem skýra áhuga Íslendinga á enska boltanum annars vegar og Pepsi-deild karla hins vegar?
    Höfundur veit ekki til þess að áður hafi verið gerð rannsókn hér á landi þar sem hvatar á bak við fótboltaáhuga Íslendinga eru kortlagðir. Var því vöntun á upplýsingum er snúa að því hvað knýr fótboltaáhuga Íslendinga áfram og þar með hvaða þarfir þeir eru í raun og veru að uppfylla með honum.
    Til að svara rannsóknarspurningunum var notast við megindlega rannsóknaraðferð. Spurningalisti var sendur út með aðstoð Fótbolta.net síðla í ágúst 2014 og honum einnig dreift samhliða með hjálp samfélagsmiðla fram í seinni hluta september sama ár. Endanlegur lokafjöldi þátttakenda var 1027 fyrir þann hluta spurningalistans er sneri að enska boltanum en 423 fyrir þann hluta spurningalistans er sneri að Pepsi-deildinni.
    Niðurstöðurnar sýna að Íslendingar fylgjast bæði með enska boltanum og Pepsi-deild karla fyrst og fremst til að dreifa huganum frá daglegri streitu. Einnig til að uppfylla félagslegar þarfir og vegna ásóknar í skemmtun. Rannsóknin leiddi þó í ljós einn grundvallarmun á ástæðum þess að Íslendingar fylgjast með þessum deildum. Hann var sá að liðið sem Íslendingar halda með í enska boltanum er að spila lykilhlutverk í því að drífa áfram áhuga þeirra á enska boltanum á meðan liðið sem þeir halda með í Pepsi-deildinni, gerir það ekki fyrir Pepsi-deildina.

Samþykkt: 
  • 9.1.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20317


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS_ritgerð_Garðar_Karlsson.pdf1.13 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna