is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29229

Titill: 
  • „Við vorum ekki alveg skilin eftir í myrkrinu“: Reynsla foreldra einhverfra barna af snemmtækri íhlutun og þjónustu
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð er lokaverkefni til MA gráðu til starfsréttinda í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. Meginviðfangsefni hennar var að kanna hver reynsla foreldra einhverfra barna er af snemmtækri íhlutun og þjónustu. Rannsóknin var framkvæmd með eigindlegri rannsóknaraðferð með þeim hætti að sex einstaklingsviðtöl voru tekin og rýnt var í lýsingar fjögurra foreldra, sem tóku þátt í rýnihópum ásamt fagfólki. Viðmælendurnir áttu það sameiginlegt að eiga barn sem greindist yngra en sex ára gamalt með einhverfu.
    Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu fram á jákvæða reynslu allra foreldranna af snemmtækri íhlutun og þeim framförum sem börnin höfðu sýnt með markvissri þjálfun. Ánægjan var mikil hjá foreldrunum gagnvart Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins en biðtíminn eftir að koma börnunum þar að reyndist foreldrunum erfiður. Þjónustustigsmunurinn sem varð hjá börnunum þegar þau fóru úr leikskóla yfir í grunnskóla var mikið gagnrýndur af foreldrunum.
    Fáar rannsóknir hafa verið gerðar á reynslu foreldra af snemmtækri íhlutun og þjónustu en þó finnast rannsóknir sem sýna fram á mikilvægi snemmtækrar íhlutunar og þeirrar þjónustu sem börn og fjölskyldur fá. Höfundur álítur að aukin þekking á málefnum einhverfra barna sé nauðsynleg og að aukin samfélagslega þörf sé fyrir fleiri rannsóknir á mikilvægi þjónustu og snemmtækrar íhlutunar fyrir einhverf börn. Þróun vísinda hefur áhrif á fjölgun rannsókna á sviði einhverfu. Höfundur vonast til þess að þetta framlag muni hjálpa til við að auka þekkingu og skilning á efninu.

Samþykkt: 
  • 24.11.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29229


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
inga sigríður - yfirlýsing.pdf274.47 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Inga%20Sigríður2.pdf1.21 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna