is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22676

Titill: 
  • Að setja sálina í pottana. Ferðaþjónusta, staður, matur og margbreytileiki
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Matur í ferðaþjónustu er efni þessarar meistararitgerðar í þjóðfræði. Markmið rannsóknarinnar er m.a. að skoða áherslur í mat og matarmenningu í ferðaþjónustu í dreifbýli, með áherslu á staðbundin matvæli. Beitt var eigindlegum rannsóknaraðferðum, fyrst og fremst í formi hálf-opinna viðtala við einstaklinga. Tilgangurinn var að greina hvað liggur að baki áherslum ferðaþjónustufólks á staðbundinn mat, og hvaða félagslegu og menningarlegu þættir hafa þar áhrif. Sjónarhornið er fyrst og fremst framboðshliðin, nánar tiltekið sjónarhorn einstaklinga sem reka ferðaþjónustufyrirtæki í dreifbýli og bjóða ferðamönnum mat. Rannsóknin leiðir í ljós að staðurinn, sem kjarninn í staðbundnum matvælum, er bæði flókinn og hreyfanlegur. Skynjun fólks af stað er mismunandi eftir bakgrunni og reynslu einstaklingsins og þeir þættir sem standa að baki áherslunni á staðbundinn mat að sama skapi fjölbreyttir. Að mörgu leyti endurspegla þó áherslurnar stefnu opinberra aðila í kynningu á íslenskum mat og matarmenningu, en hlutur matar í opinberu kynningarefni er lítill. Líkt og hjá opinberum aðilum er náttúran baksviðið og hreinleiki hennar gulleggið, en hjá ferðaþjónustufólki í dreifbýli er áhersla á sveitina og þau gildi sem tengd eru við hana. Gerð er grein fyrir samspili hnattvæddra afla og hins staðbundna með tilliti til matar. Stór fyrirtæki hafa yfirráð á matvælamarkaði, sem virkar hamlandi á frumkvæði og nýsköpun hjá minni fyrirtækjum í matvælaframleiðslu og ferðaþjónustu. Ferðaþjónustufólk finnur sínar leiðir, í samspili við ríkjandi kerfi, til þess að gera dagleg störf sín merkingarbær – meðal annars með matreiðslu og framreiðslu matar í ferðaþjónustu.
    Efnisorð: Ferðaþjónusta, matur, staður, umboð, athafnir

Samþykkt: 
  • 7.9.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22676


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
laufey_haraldsdottir_MA_ritgerð2015.pdf1.54 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna