is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20278

Titill: 
  • Samrekstur leik- og grunnskóla. Verkefnamat
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í ritgerð þessari er lýst mati á samrekstri leik- og grunnskóla. Ritgerðin er verkefnamat og er markmið þess að leggja mat á kosti og ókosti samrekstrar leik- og grunnskóla. Í verkefninu eru samreknir skólar skilgreindir skv. heimild í lögum um leikskóla nr. 90/2008 og lögum um grunnskóla nr. 91/2008. Þeim er skipt í undirflokka eftir því hver aðdragandi að stofnun hins samrekna skóla var. Í flokki A eru skólar með fimm ára deild. Í flokki B eru skólar sem hafa orðið til við samruna a.m.k. eins leikskóla og eins grunnskóla. Í flokki C eru svo skólar sem hafa verið samreknir frá upphafi. Bornir eru saman þrír skólar með leik- og grunnskólastig sem falla innan ofangreindra skilgreininga.
    Verkefnamatið byggir á viðhorfum hagsmunaaðila, þ.e. fulltrúa fræðsluyfirvalda, skólafólks og foreldra, til ólíkra rekstarforma skóla. Með verkefnamatinu er leitast við að fá fram reynslu viðmælenda af undirbúningi og aðdraganda samrekstrar leik- og grunnskóla og af rekstri slíkra stofnana. Jafnframt er mat lagt á hvort undirbúningur og aðdragandi að samreknum skólum kunni að skipta máli fyrir skólastarfið eftir að samrekstur hefst og horft til þess hvort aðrir þættir, svo sem fyrirkomulag húsnæðismála, ákvörðunarferlið og umgjörð skólastarfsins, hafi áhrif á viðhorf viðmælenda. Verkefnamatið byggir einnig á rýni á lagaumgjörð leik- og grunnskóla og kjarasamningum kennara og stjórnenda.
    Niðurstöður benda til þess að viðhorf þátttakenda til samrekstrar séu almennt jákvæð. Fram kom að helstu kostir samrekstrar væru: Betri nýting húsnæðis en áður var; aukin hagkvæmni í rekstri; betri nýting upplýsinga milli skólastiganna; meiri samfella í námi barnanna; styttri boðleiðir; aukin þekking starfsfólks á því skólastigi sem fer á undan og á eftir og einfaldari samskipti foreldra við skólakerfið. Ókostir samrekstrar felast helst í ólíkum kjarasamningum og starfstíma leik- og grunnskólakennara, fastmótaðri skólamenningu og ólíkum viðhorfum starfsfólks. Vissrar tortryggni gætir milli leik- og grunnskólakennara sem draga mætti úr með aukinni samvinnu fagstéttanna.

  • Útdráttur er á ensku

    The following essay describes a program evaluation which main purpose is to evaluate the advantages and disadvantages of the joint operation of preschool and elementary school. In this program the integrated schools were identified under and authorized by the law on preschool no. 90/2008 and on elementary school no. 91/2008 and divided into sub-categories, depending on the history of how the establishment of the school was integrated. In the category A are schools with five-year old pupils, in the category B are schools that have merged from at least one preschool and one elementary school and in the category C are schools that have been joint operated from the beginning. Three schools that fall within the definitions above are compared. Program evaluation is based on the views of stakeholders, i.e. representatives of educational institutions, students and parents, towards different operated schools. The evaluation seeks to elicit the participants’ experience of preparation at the beginning of the joint operated institutions. Furthermore is evaluated whether the preparation and history of such schools may be relevant for schools afterwards and whether other factors such as housing arrangements, the decision-making process and the educational framework have influenced the attitude of the participants. This program evaluation is also based on the review of the legal framework for preschool and elementary school and collective agreements in salary of teachers and managers.
    Results indicate that participants' attitudes towards joint operated schools are generally positive. The main advantages are found to be a better utilization of housing and increased operational efficiency. Better use of information between different school levels is found to provide more continuity in children's education. The lines of communication are shortened and knowledge of what goes on at the next school level is increased in joint operated schools which will simplify relations between parents and the education system. Disadvantages of joint operation are found in different wage-agreements, different working schedules in preschool and elementary schools, established school culture and different views of the employees. A certain kind of suspicion is found between teachers in preschool and elementary school which could be lessened by increasing cooperation between all teachers.

Samþykkt: 
  • 8.1.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20278


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
María Pálmadóttir.pdf1.05 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna