is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32004

Titill: 
  • Arðbærni framleiðslu á myndefni
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni ritgerðarinnar er að meta hvort viðskiptahugmynd fyrirtækis sem framleiðir myndefni á Íslandi sé arðbær og hvernig hægt sé að hámarka árangur þess. Til þess er framkvæmd ítarleg viðskiptaáætlun þar sem saga fyrirtækisins er skoðuð ásamt markaðinum, samkeppninni og stefnunni. Viðskiptahugmyndin er útskýrð, fjármál eru greind sem og innri og ytri þættir fyrirtækisins. Með gerð viðskiptaáætlunarinnar er leitast við að skoða alla þá þætti sem snúa að rekstri fyrirtækisins og geta haft áhrif á arðbærni til lengri og skemmri tíma.
    Viðskiptahugmynd fyrirtækisins er að framleiða vandað myndefni á formi ljósmynda og myndbanda en markmiðið er að hámarka árangur viðskiptahugmyndarinnar. Til þess er mikilvægt að hafa góðan skilning á þeim þáttum sem viðkoma rekstrinum, reikna út arðsemi viðskiptahugmyndarinnar með hliðsjón af gefnum forsendum og þekkja innri og ytri þætti fyrirtækisins með því að skoða styrkleika, veikleika, ógnir og tækifæri.
    Niðurstöður verkefnisins eru að viðskiptahugmynd fyrirtækisins er arðbær svo framarlega sem áætlun um fjölgun stærri og tekjumeiri verkefna gengur eftir ásamt því að raunkostnaður fari ekki langt fram úr áætlun fyrirtækisins. Jákvætt er fyrir rekstur fyrirtækisins ef efnahagsleg skilyrði á Íslandi eru áfram hagstæð. Ef haldið er vel á spöðunum stendur fátt í vegi fyrir því að hægt sé að hámarka árangur.

Samþykkt: 
  • 3.12.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32004


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Arðbærni framleiðslu á myndefni - Lokaskil pdf.pdf1.15 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman Yfirlýsing.pdf167.03 kBLokaðurYfirlýsingPDF

Athugsemd: Viðskiptafræðideild hefur samþykkt lokaðan aðgang að þessari ritgerð í þrjú ár.