is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8167

Titill: 
  • Áhrif persónuþátta og tilfinninga á útkomu samninga
  • Titill er á ensku The Influence of Personality Traits and Emotions on Negotiation Agreements
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð og sú rannsókn sem var gerð, er liður í að glöggva sig á hvort og þá hvernig persónuþættir og tilfinningar hafa áhrif á niðurstöðu samninga. Persónuþættir og tilfinningar hafa verið rannsökuð í auknum mæli undanfarin ár og virðist rannsóknirnar gefa til kynna að ákveðnir persónuþættir og tilfinningar geti haft mismunandi áhrif á niðurstöður samninga.
    Settar voru fram nokkrar tilgátur og rannsóknarspurningar um hvort persónuþættirnir ákveðni, samstarfsvilji, að eiga auðvelt með að treysta öðrum, áhættusækni, félagslyndi og lítil næmi fyrir tilfinningum skiluðu samningamönnum betri útkomu í samningum. Rannsóknin var einnig til að átta sig á hvort jákvæðar eða neikvæðar tilfinningar hefðu áhrif á niðurstöður samninga.
    Rannsóknin var lögð fyrir háskólanema í framhaldsnámi; voru metnar þrjár samningaæfingar sem þátttakendur tóku þátt í. Milli æfinga lærðu þátttakendur meira í samningatækni og þegar mætt var í aðra og þriðju æfingu voru þátttakendur orðnir reynslunni ríkari og búnir að auka þekkingu sína í samningagerð. Æfingarnar sem notast var við eru byggðar upp til að hámarka ágóða beggja aðila.
    Helstu niðurstöður þessarar rannsóknar voru að samningamenn sem eru ákveðnir eru líklegastir til þess að ná ekki samningum í fyrstu þegar þeir hafa ekki hlotið þjálfun né öðlast reynslu til þess að semja til að hámarka ágóðann. Eftir að samningamenn sem eru ákveðnir hafa fengið þjálfun og reynslu af samningum standa þeir sig mun betur en í fyrstu.

  • Útdráttur er á ensku

    The purpose of this thesis is to find out if, and how, personality traits and emotions influence negotiation agreements. Research on personality traits and emotions suggest that different personality traits and emotions may have differential influence on negotiation agreements.
    A few hypotheses where proposed: Do personality traits, such as; decisiveness, cooperativeness, trustfulness, risk-loving, extraversion, and low neuroticism result in better negotiation agreements? The purpose of the research was also to inquire if positive or negative emotions influenced and lead to different negotiation agreements.
    The research subjects were graduate students at the University of Iceland. Three separate mixed-motive negotiation exercises (also called integrative bargaining) were conducted and evaluated. In the interim between negotiation exercises the subjects were instructed on negotiation technique.
    The main conclusion of this research study is that decisive negotiators that have not been trained in negotiation technique are less likely to reach an agreement. When decisive negotiators have been trained in negotiation technique and have gained experience they become more effective.

Samþykkt: 
  • 2.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8167


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
M.S.ritgerd-Ragnar-Karl-Johannsson.pdf908.49 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna