is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18057

Titill: 
  • „Að ganga á undan með góðu fordæmi...“ Áhrif stjórnenda á siðferðilegar ákvarðanir
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Rannsóknarverkefni þetta snýr að áhrifum stjórnenda á siðferðilegar ákvarðanir og mikilvægi þess að skapa gott fordæmi. Iðulega lítur starfsfólk upp til stjórnenda sinna í leit að leiðsögn og metur það sem svo að hegðun þeirra leggi línurnar fyrir siðferðilegum framgangi innan skipulagheilda.
    Tilgangurinn er að sýna fram á að siðferði geti haft áhrif á það hvernig stjórnendur komast að skynsamlegum niðurstöðum í ákvarðanatöku ásamt því að hvetja stjórnendur til að ýta undir siðferðilega hegðun innan fyrirtækja. Leitast var við að svara því hvort stjórnendur nýti siðferði í stjórnun og þá hvernig.
    Rannsóknaraðferðin var eigindleg og viðtöl voru tekin við 10 stjórnendur í fimm fyrirtækjum. Fimm viðmælendur voru framkvæmdastjórar fyrirtækjanna og hinir fimm viðmælendurnir voru millistjórnendur sem framkvæmdastjórarnir tilnefndu. Notast var við markmiðsúrtak.
    Helstu niðurstöður voru þær að flestir stjórnendurnir telja sig hafa góð siðferðileg gildi sem þeir nýti í stjórnun þó svo að þeir leggi ekki allir sama skilning á siðferði sem slíkt. Lítil áhersla virtist þó vera lögð á siðferðilega leiðsögn og að skýra hlutverk starfsmanna svo þeir viti og skilji til hvers er ætlast af þeim. Það er, starfsmönnum er mögulega veitt of mikið traust, gert er ráð fyrir því að þeir skilji muninn á réttu og röngu þrátt fyrir að siðferðileg gildi þeirra séu langt frá því að vera byggð á sama grunni. Ásamt því að upplýsingaflæði er mikið til ábótavant um siðferðileg málefni. Þá má tengja niðurstöður rannsóknar einna helst við kenningar um nytjahyggju, hagsmunaaðila og hluthafa. Hvað nytjahyggjuna varðar þá er það samfélagið sem er öllu æðra og ávallt er tekin ákvörðun með það í huga hvað muni koma best út fyrir heildina. Að horfa til hagsmunaaðila þá er stuðst mest við viðskiptavininn, starfsfólkið, umhverfið, samfélagið, birgja og afleidda þjónustu. Þá er horft til hluthafa þar sem einblínt er helst á hagnað fyrirtækjanna, að skila eigendum þess arði og halda sig innan reglna leiksins.
    Mikilvægt er nú sem aldrei fyrr að tryggja skilvirkt upplýsingaflæði til starfsfólks, koma á fót úrræðum til uppljóstrunar og taka upp hvatakerfi til að styðja við siðferðilega hegðun. Með þessi atriði að leiðarljósi geta fyrirtæki stuðlað að bættri ákvarðanatöku og siðferðilegri hegðun starfsmanna.

Samþykkt: 
  • 12.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18057


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sædís Kristjánsdóttir.pdf987.53 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna