is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27273

Titill: 
  • Stefna Íslensku þjóðfylkingarinnar í málefnum innflytjenda. „'Íslandi allt' er ekki bara slagorð heldur lífsmáti“
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Útdráttur er á ensku

    In recent years the number of refugees seeking shelter in Europe has increased significantly. At the same time, right-wing nationalistic parties, propogating stricter border control and anti-immigration, are gaining momentum. In the last parliamentary elections in Iceland, such a party ran for the first time; The Icelandic National Front. This thesis is an analysis of the party's policy on immigration. It seeks to answer this question: What does the Icelandic National Front's policy on immigration entail and what lies underneath it? The research undertaken was a qualitative case study. First, a content analysis was made on written material from the party; their official website, their campaign site, their blog and from their sites on Facebook and Twitter. Then, interviews with party members were conducted where they were asked about the immigration policy of the party. The data collected was then put into context with three phases in recent history; nationalism, multiculturalism and post-multiculturalism, to better understand where the rethoric of the party originates. Findings suggest that the party's policy on immigration is islamophobic and marked by the struggle for independence and that it is not made to benefit or solve the refugee crisis.

  • Undanfarin ár hefur fjöldi flóttafólks sem sækist eftir betra lífi í Evrópu aukist verulega. Á sama tíma eykst fylgi við hægrisinnaða þjóðernispopúlíska flokka sem vilja herða landamæraeftirlit og gæta varúðar í því hverjum hleypt er inn í heimalandið. Í síðustu alþingiskosningum kom í fyrsta sinn fram á Íslandi flokkur, Íslenska þjóðfylkingin, sem hefur að bera öll einkenni slíks flokks. Í ritgerðinni verður gerð greining á stefnu flokksins í innflytjendamálum til að svara rannsóknarspurningunni: Hver er stefna Íslensku þjóðfylkingarinnar í málefnum innflytjenda og hvað býr að baki henni? Rannsóknin var eigindleg tilviksrannsókn. Hún fór þannig fram að fyrst var gerð innihaldsgreining á rituðu efni frá flokknum; opinberri heimasíðu flokksins, kosningasíðu, bloggsíðu og af samfélagsmiðlunum Facebook og Twitter. Þá voru tekin viðtöl við félagsmenn þar sem spurt var nánar út í stefnuna. Efnið var sett í samhengi við þrjú skeið; skeið þjóðernishyggju, fjölmenningarhyggju og síð-fjölmenningarhyggju til að skilja úr hvaða brunni orðræða flokksins er sprottin. Niðurstöður gefa til kynna að stefna flokksins í innflytjendamálum sé lituð af íslamsfælni og baráttu fyrir fullveldi þjóðarinnar en sé ekki hugsuð til hagsbóta fyrir flóttafólk eða sem lausn á flóttamannavandanum.

Samþykkt: 
  • 9.5.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27273


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskjal_meistaraverkefni.pdf633.6 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing_skemmu_SKILA.pdf141.32 kBLokaðurYfirlýsingPDF