is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22958

Titill: 
  • Icephone ehf. Viðskiptaáætlun
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Viðskiptaáætlun þessi fjallar um fyrirtækið Icephone ehf. sem stofnað var 8. Apríl 2014. Icephone ehf. er þjónustufyrirtæki fyrir snjallsímaeigendur hvað varðar viðgerðir og sölu á varahlutum og aukahlutum fyrir slík tæki. Þessi viðskiptaáætlun var gerð með því markmiði að vera hagnýt fyrir Icephone ehf. sem og að hjálpa fyrirtækinu að koma á fót verslun.
    Ýmsar aðferðir voru notaðar til að greina markaðinn sem Icephone ehf. er að keppa á eins og PEST greining, SVÓT greining, markaðs- og samkeppnisgreining og fjárhagsgreining. Settar voru upp ýmsar áætlanir fyrir komandi framtíð og þar má helst nefna: Söluáætlun, framkvæmdaáætlun, fjárhagsáætlun, rekstraráætlun, áætlun um sjóðstreymi sem og sett fram helstu markmið bæði til skemmri- og lengri tíma.
    Það er niðurstaða höfundar þessarar viðskiptaáætlunar að framangreindar greiningar og áætlanir sýni að fyrir hendi sé góður grundvöllur fyrir rekstri á þjónustufyrirtæki og stofnun verslunar af þessum toga.
    Miklar tækni framfarir og gríðarleg aukning hefur verið síðustu ár á snjallsímamarkaði þar sem stærstu aðilarnir á þessum markaði keppast við að framleiða fullkomnustu og flottustu tækin. Á Íslandi hafa nokkur fyrirtæki sprottið fram sem þjónusta snjallsímaeigendur, með miðsjöfnum árangri. Aðeins er eitt fyrirtæki hér á landi sem býður upp á þjónustu fyrir allar gerðir snjallsíma. Almennt þykir viðgerðarþjónusta á snjallsímum kostnaðarsöm og meðal viðgerðartími langur. Stefán, eigandi Icephone ehf. gerði sér grein fyrir þessum þáttum og hóf að bjóða upp á þjónustu sem átti að grundvallast á því að bæta þessa þætti, þ.e. að verða sá aðili sem gæti þjónustað allar gerðir snjallsíma á skemmri tíma og á betra verði.
    Að eiga og reka fyrirtæki getur verið vandasamt og því þurfa þeir sem standa að slíku að vera vel meðvitaðir um að slíkt kostar mikinn tíma og mikla vinnu. Mjög mikilvægt er að hafa fulla trú á verkefninu og umlykja sig fólki sem er tilbúið að gefa allt í verkefnið og að allir aðilar vinni að sama markmiðinu. Von mín er sú að þessi viðskiptaáætlun verði fræðandi og leiðbeinandi fyrir eigendur og að það gagnist þeim við að koma Icephone ehf. á þann stað sem þeir vilja að það sé í framtíðinni.

Samþykkt: 
  • 18.9.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22958


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Icephone ehf. Viðskiptaáætlun.pdf642.48 kBLokaður til...18.09.2030HeildartextiPDF

Athugsemd: Viðskiptaáætlun þessi er einkaeign Icephone ehf.