en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/20669

Title: 
 • Title is in Icelandic Bók er best vina : lestrarfræði og árangursrík lestrarkennsla.
Degree: 
 • Master's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Í þessari ritgerð er fjallað um kenningar og rannsóknir á lestri og lestrarerfiðleikum. Gerð var megindleg og eigindleg rannsókn í þremur skólum í Mosfellsbæ þar sem tekin voru viðtöl við níu kennara og rýnt í tölfræðileg gögn sem varpa ljósi á lestrarfærni nemenda í sveitarfélaginu. Rannsóknarspurning ritgerðarinnar er „Hver er staða lestrarkennslu og lestrarfærni í grunnskólum Mosfellsbæjar? Hvernig er lestrarkennslu og lestrarþjálfun hagað í skólunum og hvaða ályktanir má af því draga um eðli lestrarvandans innan skólanna og þær úrbætur sem gera þarf til að bæta stöðuna?“
  Til að svara rannsóknarspurningunni voru niðurstöður PISA 2012 skoðaðar á lands¬vísu, í Mosfellsbæ og í öðrum sambærilegum sveitarfélögum, til að sjá hvar Mosfellsbær stendur í samanburðinum. Niðurstöður samræmdra könn-unar¬prófa 2012 í 4., 7. og 10. bekk í grunnskólum Mosfellsbæjar voru bornar saman við landsmeðaltöl. Í eigindlegum hluta rannsóknarinnar snerust spurn-ingar til kennaranna um hversu meðvitaðir þeir væru um lestrarkennslu sína og hvernig þekkingu þeirra á lestrarfræðum væri háttað. Þeir voru spurðir hvernig þeir fylgdu lestrarprógrömmunum sem þeir ynnu eftir og hvaða kennsluaðferðir þeir notuðu. Einnig var spurt hvort í skólunum væri ríkjandi hugmyndafræði um snemmtæka íhlutun fyrir þá sem standa höllum fæti í lestri.
  Rannsóknin sýnir að unninn er góður grunnur á yngsta stigi en að það skorti markvisst starf þegar komið er upp á miðstig og elsta stig.
  Í öllum skólunum þremur voru kennarar meðvitaðir um mikilvægi lesturs og lestrarkennslu. Allir viðmælendur mínir voru sammála um að þörf væri á markvissri lestrarkennslu á öllum stigum grunnskólans.
  Þekking kennara á lestrarfræðum hefur reynst grundvallaratriði fyrir vand-aða lestrarkennslu. Því ætti að tryggja að allir grunnskólakennarar, sama hvaða fag og hvaða aldurshópi þeir kenna, hafi trausta menntun og þekkingu á lestrar¬fræðum. Nauðsynlegt er að halda skimunum eftir lestrarerfiðleikum áfram á öllum stigum grunnskólans og að þeir nemendur sem eiga í erfiðleikum fái nauðsyn¬lega hjálp og að þeim sé mætt þar sem þeir eru staddir.

 • Abstract is in Icelandic

  Reading research and effective reading instruction
  This essay focuses on theories and research on reading and reading disability. Quantitive and qualitative research was conducted in three separate schools in the town of Mosfellsbær. Nine teachers were interviewed during this research and statistical data were analysed that shed light on literary skills of the students in Mosfellsbær. The thesis statement of this essay is: What is the situation regarding reading skills and reading instructions in elementary schools in Mosfellsbær? What is being taught in literacy and what conclusions can be deducted in regard to the nature of the illiteracy problem within the schools and the improvements needed to rectify the situation?
  In order to answer this thesis statement, the results from the PISA survey in 2012 were examined thoroughly. The PISA results of Mosfellsbær and other similar towns were examined to point out a valid comparison of these results. The results of the standardized tests in 2012 in 4th, 7th and 10th grade in elementary schools in Mosfellsbær were compared to the overall national score. The qualitative part of the research mainly focused on questions for the teachers on how conscious they were of their own teaching methods and what was their own knowledge on reading studies. They were asked how they followed the present reading/teaching programs and also, which teaching methods they applied themselves in class. In addition, the teachers were asked questions on the ideology of early identification for those who are falling behind in reading.
  In all three schools, teachers were fully aware of the importance of reading. All my interviewees agreed on the need for a strategic teaching method in reading on every level in elementary school.
  Teachers’ general knowledge on reading studies has turned out to be crucial in order to produce a high-quality method for teaching reading in class. Therefore, all elementary teachers should be given access to a solid education in reading studies – regardless of the subject or age they teach in class.
  Finally, it is necessary to keep up with reading assessment on every level in elementary school. Those students who are experiencing reading disabilities should get the essential aid they require.

Accepted: 
 • Mar 6, 2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/20669


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Sigríður Geirsdóttir.pdf1.13 MBOpenPDFView/Open