Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/20670
Viðfangsefni ritgerðarinnar var að skoða hvernig starf skólastjóra hefur breyst á 20 ára tímabili. Með því að láta verkefnið ná yfir 20 ár koma inn stórir þættir eins og flutningur grunnskólans frá ríki til sveitarfélaga, nýir kjarasamningar kennara þar sem skólastjórar fengu m.a. yfirráð yfir hluta af tíma kennara og efnahagskreppan árið 2008. Rannsóknarspurningin sem unnið var út frá var: Hvernig hefur starf skólastjóra breyst á 20 ára tímabili? Undirspurningarnar voru tvær og hljóðuð þær svona: Hvaða þættir eru það sem hafa breyst? og Hver er reynsla skólastjóranna varðandi breytinguna á starfinu?
Rannsóknaraðferðin var eigindleg rannsóknaraðferð þar sem tekin voru viðtöl við sex starfandi skólastjóra á höfuðborgasvæðinu sem allir höfðu starfað sem skólastjórar í 20 ár eða lengur og voru enn í starfi þegar rannsóknin var gerð.
Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að starf skólastjóra hafi tekið miklum breytingum á 20 ára tímabili. Starfið hefur farið úr því að skólastjórar stýrðu skólanum ásamt því að kenna en í dag telja þeir að tími þeirra nægi ekki til að ljúka þeim verkefnum sem ætlast er til af þeim. Þeir telja hlutverk sitt í dag vera meira framkvæmdar¬stjórastarf í stað faglegs leiðtoga sem þeir helst vildu vera. Allir þættir sem snúa að skólakerfinu hafa tekið breytingum og var valið að fjalla um átta þætti í þessari ritgerð, en það eru hlutverk skólastjóra, skýrslugerðir, fjármál, starfsmannamál, nemendamál, foreldrar, fundir og álag. Niðurstöður rannsóknarinnar styðja við fyrri rannsóknir sem gerðar hafa verið sem sýna að starf skólastjóra hefur tekið miklum breytingum síðustu ár, staða þeirra sem stjórnenda hefur styrkst á sama tíma og álag hefur aukist að mati viðmælenda. Skólastjórarnir voru þó flestir sáttir í starfi þrátt fyrir það álag sem fylgir starfinu í dag. Í ljósi þessa álags sem fylgir starfinu má spyrja hvort æskilegt væri að endurskoða starf skólastjóra bæði af hálfu stjórnendanna sjálfra sem og sveitarfélaganna til að styrkja faglega forystu skólastarfs.
The subject of this essay was to examine how the vocation of principals has changed during a 20 year period. By having the project span 20 years, large factors, such as the transfer of grammar schools from the state to municipalities, a new wage agreement for teachers where the principal gained control over a part of the teachers hours and the economic crisis of 2008, come into play. The basis of the research was: How has the vocation of principal changed during a 20 year time period? The sub questions were two and went as so: Which factors have changed? and what is the experience of the principals regarding the change within the vocation?
The research method was a qualitative one. Six practicing principals were interviewed. All of them hold positions in the capital area in Iceland.
The research findings imply that the vocation of principal has changed tremendously during the 20 year time period. The vocation has changed from principals running the school as well as teaching to where their time is insufficient for running the school, that is, to finish the tasks required from them as administrators. Their role has become that of a chief executive officer instead of the professional leader they long to be. All the factors pertaining to the school system have undergone change and eight such factors were chosen for this essay, they are: the role of principal, paperwork, finances, matters of personnel, matters of students, parents, meetings and stress. The research findings support earlier researches that show that the vocation of principal has undergone a lot of change over the past few years. According to these principals their role as leaders has become stronger while the stress of the job has escalated. However, most of the principals were content in their vocation despite the stress which accompanies it today. In light of the stress accompanied with the vocation it would be preferable to reconsider the vocation of principals by both the administrators themselves as well as the municipalities.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Anna María Skúladóttir Himinn og haf.pdf | 701,47 kB | Opinn | Skoða/Opna |